Áhrifavaldar í lífi ungs fólks

Að vera unglingur getur verið erfitt og flókið, samt á sama tíma besti tími lísins. Það er margt að hugsa um og pæla í. Það eru allskonar hlutir og manneskajur í nærumhverfi unglings sem geta haft áhrif á þessar hugsanir og pælingar, en þeir áhrifamestu eru jafnaldrar. Vinir og jafnaldrar eru stærstu ,,áhrifavaldar‘‘ í lífi ungs fólks. Jafnaldrar eru mjög öflugir áhrifavaldar í lífi unglinga og geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hegðun, upplifun og útlit. Lesa meira “Áhrifavaldar í lífi ungs fólks”

Samvera skiptir máli

Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn hefur ekki stjórn á og þá er gott að hafa gott tengslanet í kringum sig. Lesa meira “Samvera skiptir máli”

Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?

Á undanförnum árum hefur verið greint frá því að andlegri heilsu unglinga hafi hrakað mjög. Unglingar eru frekar að glíma við kvíða og þunglyndi og önnur andleg veikindi nú á dögum. Margar ástæður geta verið fyrir því að unglingar á Íslandi í dag eigi erfiðara andlega. Samfélagið sem unglingar alast upp í er samfélag hraða og mikilla breytinga. Einn af fylgifiskum þess er að Ísland gæti flokkast undir svo kallað neyslusamfélag. Þörfin er svo mikil að eignast allt það nýjasta og flottasta. Oft á tíðum held ég að unglingar lendi í þessa gildru, bæði út af áhrifum frá samfélaginu, hópþrýstingi og þeirri náttúrulegu tilfinningu að vilja tilheyra. Lesa meira “Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?”

Mikilvægar gæðastundir

Þegar við eignumst börn fáum við í leiðinni eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Að vera foreldri felur meðal annars í sér að annast barnið, vernda það, kenna því og veita leiðsögn. Flestir stefna að því að ala upp einstakling sem er heilbrigður, hamingjusamur og hefur eiginleika og færni sem kemur sér til góða í framtíðinni. En uppeldi er mikil vinna og þurfa foreldrar að hafa þolinmæði, vera samkvæmir sjálfum sér og gefa sér tíma til að verja gæðatímum með börnum sínum. Því það er afar mikilvægt að foreldrar njóti góðra samvista við börnin sín því að notaleg samvera ýtir undir sterkari tengsl og jákvæðari samskipti. Börnin þurfa að finna að foreldrarnir vilji verja tíma sínum með þeim og finna að þau skipta máli. Hraðar samfélagslegar breytingar og tækniþróun hefur haft það í för með sér að foreldrar hafa minni tíma fyrir börnin sín og það er yfirleitt meira álag á fjölskyldunum. Lesa meira “Mikilvægar gæðastundir”

Krafa samfélagsins til ungmenna

Í nútímasamfélagi sem okkar er mikið lagt uppúr því að börnum og unglingum gangi vel í námi en einnig að þau æfi íþróttir eða stundi einhvers konar tómstundir. Þessu fylgir oft mikil pressa og spenna sem stundum getur haft veruleg áhrif á einstaklinga sem eru að fóta sig í samfélaginu. Ungmennin í dag tala oft um það hvað mikið er lagt á þau og hversu mikið er ætlast til af þeim og þeim finnst þau oft vera bara einhverjir aular ef þau geta ekki staðist þær kröfur sem samfélagið setur þeim. Lesa meira “Krafa samfélagsins til ungmenna”

Hæfilegur tími til samveru – Hvernig er hann mældur?

eyglo sofusVið lestur á lokaverkefni Huldu Orradóttur um samverutíma unglinga og foreldra komst ég að mikilvægi samverustunda. Á unglingsárunum breytist margt í lífi unglinga, sjálfstæði unglingsins eflist og vinir fara að verða mikilvægir. Þó svo að þessar breytingar eigi sér stað er samband unglinga og foreldra mjög mikilvægt fyrir tilfinningalegt öryggi unglings. Það að foreldrar og unglingar verji tíma saman hefur áhrif á ýmsar ákvarðanir í lífi unglinga. Það eru margar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þessa tíma. Samverustundir unglinga og foreldra hafa til dæmis jákvæð áhrif á þroska og heilbrigði unglinga. Þeir unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum glíma síður við félagsleg og sálræn vandamál og það eru minni líkur á áhættuhegðun hjá þeim unglingum. Samverutíminn getur dregið úr eða jafnvel komið í veg fyrir þau áhrif sem vinir hafa á unglinga og getur þessi tími einnig dregið úr afbrotahegðun.   Lesa meira “Hæfilegur tími til samveru – Hvernig er hann mældur?”