Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga

Unglingar velja helst í frítíma sínum að sinna tómstundum eða hanga með vinum sínum í símanum. Ég held að þau hugsi ekki mikið um að komast í göngutúr í frítíma sínum. Aukin tækjanotkun hefur haft neikvæð áhrif á útivist unglinga sem er ekki nógu gott. Eitt af verkefnum tómstundafræðinga er t.d. að vekja áhuga þeirra á útivist.

Þátttaka í útivist getur verið skemmtileg og er góð leið fyrir unglinga að tengjast náttúrunni. Ef unglingar eru virkir í útivist eins og að fara oft í göngutúr getur streita og kvíði þeirra minnkað því útivist hefur góð áhrif á líðan. Hún getur kyrrt hugann, veitt ákveðna slökun og hefur góð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Einn stuttur göngutúr getur því haft mikil áhrif á líðan unglings og er góð leið fyrir unglinga að styðja hvort annað til hreyfingar. Lesa meira “Útivist mikilvæg fyrir alla unglinga”

Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?

Allir hafa stundað tómstund á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Eða hvað? Hafa allir haft efni á því að senda börnin sín í tómstund, jafnvel tvær án þess að þurfa að skuldsetja sig? Svarið er eflaust nei. Raunin er sú að börn hafa ekki jafnan aðgang að tómstundum, en til dæmis kostar mun minna að æfa fótbolta heldur en að æfa á hljóðfæri. Lesa meira “Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?”

Að vera unglingur í hljóðfæranámi

Að vera í tónlistarnámi sem unglingur getur verið ákveðin pressa. Unglingurinn er farinn að bera meiri ábyrgð á tónlistarnáminu sem hann er í og þarf að huga að því hvað hann langar að gera í framtíðinni.

Unglingurinn er kannski búinn að vera í tónlistarnámi frá 3 ára aldri eða eldri og hann er að spá í: „Hvað fæ ég út úr þessu námi, hef ég áhuga á að halda áfram að læra inn á tónlist og á hljóðfærið sem ég er að spila á?“ Það er meiri pressa frá foreldrum um að ná ákveðið langt í náminu, þau vilja láta þetta verða að einhverju meira en áhugamáli því þeim finnst unglingurinn þeirra vera svo góður í að spila á hljóðfærið. Lesa meira “Að vera unglingur í hljóðfæranámi”

Tómstundir út lífið

Tómstundir auka lífsgæði fólks og hafa því jákvæð áhrif á einstakling ef hann sinnir frítíma sínum á uppbyggilegan og jákvæðan hátt. Þegar kemur að tómstundum er mikilvægt að huga að öllum hópum. Tómstundir eru eitthvað sem maður á að sinna út alla ævi en ekki hætta við ungan aldur ef tómstundin er ánægjuleg. Lesa meira “Tómstundir út lífið”

Ég nenni ekki að gera neitt þegar veðrið er svona leiðinlegt

Endalaust heyrum við talað um mikilvægi þess að eyða tíma úti og leika sér með öðrum í athöfnum sem tengjast útiveru eins og hópeflisleikjum, útiíþróttum og göngum. En hér á landi er ekki alltaf veður sem býður upp á það að eyða tíma úti með öðrum. Hvað er þá hægt að gera inni sem veitir félagslega örvun og er uppbyggjandi hópefli, sem flestir geta tekið þátt í óháð uppruna eða hæfileikum fólks?

Lesa meira “Ég nenni ekki að gera neitt þegar veðrið er svona leiðinlegt”

Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.

Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.

Lesa meira “Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?”