Er nóg pláss fyrir alla?

Ableismi veldur því að fötluð ungmenni verða fyrir útskúfun og jaðarsetningu. Það byggir á þeirri hugmynd að fötlun sé í eðli sínu neikvæð og óæskileg. Ablelismi eru kerfisbundnir fordómar gagnvart fötluðu fólki hvort sem er varðandi aðgengi eða félagslega þátttöku.

Tómstundir skipta miklu máli í lífi barna og ungmenna. Þær þroska félagsfærni, efla hæfni og þekkingu. Allt skiptir þetta máli en eru tækifærin til staðar til þess að hver og einn geti tekið þátt? Ég er 23 ára einstaklingur með fötlun og verandi fatlaður þá hef ég upplifað það á eigin skinni hvað tómstundastarf spilar stórt hlutverk í mínu lífi. Fatlað fólk verður því miður oft mikill eftirbátur þegar kemur að virkri þátttöku í samfélaginu. Allt of oft er ekki gert ráð fyrir fötluðu fólki í tómstundastarfi hvort sem það eru íþróttir, á tónleikum eða skólaböllum. Lesa meira “Er nóg pláss fyrir alla?”

Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?

Kynfræðsla er eitthvað sem flestir kynnast fyrst þegar þeir eru í grunnskóla en það er margt sem getur verið á bak við hugtakið. Það sem fellur undir kynfræðslu er til dæmis: kynheilbrigði, blæðingar, sáðlát, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, klám, kynþroski, kynhneigð, kynvitund og fleira. En allt er þetta viðfangsefni sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, samt sem áður er það mjög mikilvægt.

Þegar ég hugsa um kynfræðslu þá hugsa ég um hvernig mín reynsla var af henni. Þegar ég var í grunnskóla þá var kynfræðslan kennd þannig að stelpurnar voru sér og strákarnir sér. Lesa meira “Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?”

Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi

Fjórða grein Heimsmarkmiða (2015) kveður á um menntun fyrir alla. Og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa átt aðild að síðan árið 1992 er hægt að vitna í margar greinar sem tengja má við jöfnuð og aðgang að menntun. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) kemur jafnframt í ljós sú staðreynd að framhaldsskólanum beri að sinna öllum nemendum hvernig svo sem undirbúningi þeirra er háttað úr grunnskóla, stuðla að alhliða þroska þeirra, búa þá undir störf í þjóðfélaginu og frekara nám.        Lesa meira “Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi”

Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?

Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá er ennþá erfiðara að stunda nám, sinna vinnu, stunda tómstundarstarf og hafa tíma fyrir félagslífið. Einnig spyr maður sig hvaða áhrif styttingin hafi á tómstundarstarf nemendanna? En tómstundarstarf hefur gífurleg áhrif á fólk og sérstaklega unglinga. Lesa meira “Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?”

Að vera lesblindur

Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar búið er að greina ungling með lesblindu þá er foreldrum tilkynnt um að hægt sé að skrá unglinginn inn á skrá hljóðbókasafnsins og fá þannig aðgang til að hlaða niður bókum til hlustunar. Einnig er hægt að fá aðgang að talgervli sem hefur þann Lesa meira “Að vera lesblindur”

Grunnskólinn vs menntaskólinn

Þegar námi lýkur í grunnskólanum og framhaldsnám tekur við hjá flestum, hvort sem það er í bóknámi, verknámi, fjölbraut eða bekkjarkerfi, breytist ansi margt. Við förum frá því að vera í vernduðu umhverfi okkar heimahverfis og út í nýjan heim þar sem við þurfum að aðlagast nýju umhverfi. Ég man þegar ég var sjálf að klára 10.bekkinn í Hagaskóla, hvað það hræddi úr mér líftóruna að byrja í menntaskóla. Samt er ég nokkuð félagslega sterkur einstaklingur svo þetta „reddaðist“. Í dag  velti ég fyrir mér hvernig þetta hefur verið fyrir þá sem standa höllum fæti félagslega. Lesa meira “Grunnskólinn vs menntaskólinn”