„Er ekki bara kósý að vinna í félagsmiðstöð?“

Ég er starfsmaður í félagsmiðstöð, og hef starfað á þeim vettvangi í tæp tvö ár. Þegar starfið mitt kemur til tals með vinum og vandamönnum er ég oftar en ekki spurð um hvað vinnan mín snúist. Það hefur oft reynst mér mjög erfitt að gera fólki grein fyrir starfinu mínu þegar ótrúlega margir halda í rauninni að vinnan mín snúist einungis um það að spila borðtennis og playstation allan liðlangan daginn með unga fólkinu sem sækir starfið í félagsmiðstöðinni. Það virðist því sem flestir hafi litla eða enga hugmynd um það sem felst í starfinu. Mig langaði þess vegna að segja þér kæri lesandi aðeins hvað felst almennt í því að vinna í félagsmiðstöð með unglingum, og kannski reyna að veita þér innsýn inn í þetta frábæra starf. Lesa meira “„Er ekki bara kósý að vinna í félagsmiðstöð?“”

Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?

Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá er ennþá erfiðara að stunda nám, sinna vinnu, stunda tómstundarstarf og hafa tíma fyrir félagslífið. Einnig spyr maður sig hvaða áhrif styttingin hafi á tómstundarstarf nemendanna? En tómstundarstarf hefur gífurleg áhrif á fólk og sérstaklega unglinga. Lesa meira “Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?”

Mikilvægar gæðastundir

Þegar við eignumst börn fáum við í leiðinni eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Að vera foreldri felur meðal annars í sér að annast barnið, vernda það, kenna því og veita leiðsögn. Flestir stefna að því að ala upp einstakling sem er heilbrigður, hamingjusamur og hefur eiginleika og færni sem kemur sér til góða í framtíðinni. En uppeldi er mikil vinna og þurfa foreldrar að hafa þolinmæði, vera samkvæmir sjálfum sér og gefa sér tíma til að verja gæðatímum með börnum sínum. Því það er afar mikilvægt að foreldrar njóti góðra samvista við börnin sín því að notaleg samvera ýtir undir sterkari tengsl og jákvæðari samskipti. Börnin þurfa að finna að foreldrarnir vilji verja tíma sínum með þeim og finna að þau skipta máli. Hraðar samfélagslegar breytingar og tækniþróun hefur haft það í för með sér að foreldrar hafa minni tíma fyrir börnin sín og það er yfirleitt meira álag á fjölskyldunum. Lesa meira “Mikilvægar gæðastundir”