Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?

Þegar ég horfi í kringum mig hugsa ég: Vá! Þetta poolborð er svo flott, ég er spennt að taka leik! NÆS! Ég get spilað borðtennis! Halló! Hver kemur í FIFA leik í tölvunni? Ég ætla að rústa ykkur og ef ekki þar, þá tökum við leik í foosball! Þetta er geggjað! Það er svo fjölbreytt dagskrá og það er skíðaferð í þessum mánuði! Þetta er allt svo skemmtilegt! Ég veit ekki hvernig ég varð svona heppin fá að taka þátt í þessu öllu! Lesa meira “Inngildandi félagsmiðstöðastarf – eða hvað?”

Félagsmiðstöð á faraldsfæti

Una Hildardóttir Í kjölfar fordæmalausra atburða í nágrenni Grindavíkur hefur 3700 manna samfélag verið á hrakhólum í rúma fimm mánuði. Opnaðar hafa verið þjónustumiðstöðvar fyrir íbúa bæði í Reykjavík og Reykjanesbæ og hafa íþróttafélög, Strætó auk annara aðila lagt sig fram við að tryggja grindvískum börnum aðgengi að áframhaldandi íþrótta – og tómstundastarfi. Félagsmiðstöðin Þruman, sem áður var starfrækt í Grindavík, er einn af þeim vinnustöðum Grindavíkurbæjar sem enn er á faraldsfæti og ríkir mikil óvissa um. Starfsfólk þess leggur sig allt fram til þess að halda starfinu gangandi á lausnarmiðaðan hátt.
Lesa meira “Félagsmiðstöð á faraldsfæti”

Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?

Ég er starfsmaður í félagsmiðstöð og er það yndisleg vinna. Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir því að vinna með unglingum. Ég var frekar viss um það, þegar ég var sjálf unglingur, að ég vildi vinna í félagsmiðstöð þegar ég yrði eldri. Ég sótti mikið í mína eigin félagsmiðstöð sem unglingur og leit mikið upp til starfsmannana, og er það líklega ein af mörgum ástæðum af hverju ég vildi vinna á þessum vettvangi. Lesa meira “Ertu ekki bara að leika þér í vinnunni?”

Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?

Og hvaða skápur er þetta?

Þegar ég var yngri vissi ég ekki hvað væri að vera samkynhneigður eða tvíkynhneigður fyrr en ég var í 8.bekk og var það út af því að kennarinn minn fékk kynningu frá samtökunum ´78. Þar komu einstaklingar og kynntu starfið og útskýrðu skilgreiningarnar og þá var það fyrst sem ég skildi tilfinningarnar hjá sjálfri mér og fyrsta skipti sem ég átta mig á sjálfri mér og hver ég væri. En ég faldi alltaf hvernig mér leið og var komin í afneitun á sjálfri mér og var það ekki fyrir en 2016 sem ég samþykki loksins sjálfa mig. En mér finnst samt ég ekki þurfa að koma út. Ég má vera með hverjum sem ég vil og þurfa ekki að skilgreina sjálfa mig. Lesa meira “Af hverju þarf ég að skilgreina mig og koma út úr einhverjum skáp?”

Er ég velkominn hér?

Flestir hafa lent í því að finnast þeir ekki velkomnir einhversstaðar. Hvort sem það er á vinnustað, heima hjá einhverjum sem er manni nærri eða bara meðal fólks sem maður þekkir ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur öll að finnast við vera velkomin og það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum. Mér finnst gott að heyra góðan daginn þegar ég fer í búðina eða að hótelherbergið mitt sé vel upp á búið og hreint þegar ég leyfi mér þannig munað, það er búið að sjá um hlutina þannig að mín upplifun sé góð og að ég upplifi að ég sé velkominn aftur. Lesa meira “Er ég velkominn hér?”

Mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar

Bára Kristín ÞórisdóttirUnglingsárin eru árin sem margir bíða eftir og eru spenntir að fá að upplifa nýja hluti og fá að vera sjálfstæðari. Á þessum tíma eru þó margar breytingar sem eiga sér stað, bæði andlega og líkamlega. Sjálfmyndin er að mótast, sjálfstraustið fer upp og niður eftir dögum jafnvel klukkutímum og síðan eru það tilfinningasveiflurnar sem einkenna oft unglingsárin hjá mörgum unglingum enda er oft sagt að það sé sko ekkert létt að vera unglingur. Þegar sjálfsmyndin okkar er að mótast, erum við oft að leita af eiginleikum sem okkur langar til þess að hafa, hvernig manneskjur við viljum í raun vera. Lesa meira “Mikilvægi félagsmiðstöðvarinnar”