Hver verndar hinsegin unglinga?

Ímyndaðu þér ungling sem stendur einn fyrir utan félagsmiðstöð eða skóla og hikar við að labba inn vegna hræðslu við útskúfun eða fjandsamlegar athugasemdir frá jafnöldrum. Þetta er raunveruleiki margra hinsegin unglinga á Íslandi í dag. Þrátt fyrir að við sem samfélag höfum áratugum saman unnið að því að tryggja jafnrétti þá sjáum við í dag bakslag hvað varðar réttindi hinsegin fólks. Ekki aðeins hér á landi heldur einnig víða um heim. Lesa meira “Hver verndar hinsegin unglinga?”

Kynfræðsla fyrir unglinga – Erum við að gera nóg?

Í vetur var mikil umræða um Viku 6 sem er hluti af kynfræðsluáætlun grunnskóla. Sumir hafa gagnrýnt að fræðslan fari of langt eða sé ekki við hæfi barna á ákveðnum aldri og hefur umræðan í flestum tilfellum verið frekar neikvæð. En er þessi gagnrýni réttmæt? Eða er vika 6 einmitt það sem unglingar þurfa? Sumir foreldrar virðast vera að pirra sig á því að unglingarnir þeirra séu að fá of ítarlega og mikla kynfræðslu, en af hverju er það? Kynfræðsla hefur lengi verið tabú málefni í samfélaginu. Það virðist sem öllum finnist óþægilegt að taka samtalið eða umræðuna þegar kemur að kynfræðslu. En af hverju er það? Lesa meira “Kynfræðsla fyrir unglinga – Erum við að gera nóg?”

Er bókmenntakreppa á Íslandi?

Booktok er öflugt „trend“ á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem notendur deila bókaráðleggingum. Þetta fyrirbæri náði fótfestu á sama tíma og samgöngubann hófst á heimsvísu og hefur síðan vaxið í einn stærsta áhrifavald bókamarkaðarins í dag. Að sögn starfsmanns bókabúðar á Íslandi mótast bókamarkaðurinn að mestu af þeim titlum sem njóta vinsælda á TikTok. Booktok bjargaði að hluta til breska bókamarkaðnum og hefur einnig haft svipuð áhrif á erlendar bækur á Íslandi. Lesa meira “Er bókmenntakreppa á Íslandi?”

Út af sporinu en ekki týnd að eilífu

Þegar unglingar fara út af brautinni og leiðast út í áhættuhegðun eins og vímuefnaneyslu, ofbeldi eða aðra skaðlega hegðun, er sjaldnast um tilviljun að ræða. Samfélagið sér oft aðeins afleiðingarnar, en gleymir að spyrja: Hvað liggur að baki? Unglingar sem lenda í vandræðum eru ekki einfaldlega ,,vandræðagemsar” heldur einstaklingar sem oft hafa upplifað erfiðar aðstæður, tilfinningalegan sársauka eða skort á stuðningi og leiðsögn. Lesa meira “Út af sporinu en ekki týnd að eilífu”

Hvað ungur nemur, gamall temur

Í samfélaginu hefur mikið verið rætt um orðbragð barna og unglinga, en áður en við skoðum það verðum við að spyrja okkur sjálf, hvernig eru samskipti okkar sem fullorðnir? Hvernig fyrirmyndir erum við fyrir börnin okkar? Við sem eldri erum berum ábyrgð á því hvernig við tjáum okkur, bæði í daglegu lífi og á samfélagsmiðlum. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Ef við viljum að þau sýni virðingu í orðum sínum, þurfum við sjálf að vera þeim fyrirmynd í verki og orðum. Lesa meira “Hvað ungur nemur, gamall temur”

Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?

Í Reykjavík hefur verið verkefni í samstarfi við Samtökin 78 og Tjörnina um að koma upp félagsmiðstöð þar sem hinsegin börn og vinir þeirra gætu fengið öruggt rými til að dafna undan einelti og með starfsfólki sem best getur ráðlagt og skilið þau. Hinsegin félagsmiðstöð hefur verið opin í 8 ár, með stórum viðburðum eins og Hinsegin balli og Hinsegin landsmóti og um 120 ungmenni heimsækja hverja opnun, einu sinni í viku. Hins vegar er það enn kallað  „tilraunaverkefni“. Lesa meira “Hinsegin félagsmiðstöð ekki alvöru félagsmiðstöð?”