Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?

Í dag er talað um að ungmenni eigi erfitt uppdráttar, að lesskilningur fari lækkandi og ýmislegt annað á þann veg. Í þessu samhengi er yfirleitt verið að tala um unglinga almennt en sjónunum ekki beint að neinum sérstökum hópi og hvaða erfiðleika þau eru mögulega að glíma við. Unglingar eru auðvitað af öllum toga en þá er samhenginu beint að ungmennum sem stunda áhættuhegðun. Þar sem þau verða oft út undan sem börn og finna sig í félagsskap sem stundar áhættuhegðun, hvort sem það er áfengisneysla, vímuefnaneysla eða aðrar venjur sem gætu talist ólöglegar. Lesa meira “Slök í námi eða smeyk að biðja um hjálp?”

Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?

Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið.  Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn.  Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga.  Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur.  Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”

Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi

Fjórða grein Heimsmarkmiða (2015) kveður á um menntun fyrir alla. Og samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Íslendingar hafa átt aðild að síðan árið 1992 er hægt að vitna í margar greinar sem tengja má við jöfnuð og aðgang að menntun. Í Aðalnámskrá framhaldsskóla (2011) kemur jafnframt í ljós sú staðreynd að framhaldsskólanum beri að sinna öllum nemendum hvernig svo sem undirbúningi þeirra er háttað úr grunnskóla, stuðla að alhliða þroska þeirra, búa þá undir störf í þjóðfélaginu og frekara nám.        Lesa meira “Brúin milli skólastiga í opnara námsumhverfi”

Samvera skiptir máli

Foreldrar eða forráðamenn spila mikilvægt hlutverk í lífi barnanna sinna og það breytist ekkert þegar barnið fer á unglingsárin. Þegar barnið verður unglingur er það visst um að það viti allt og skilji allt. Unglingum finnst hann vera orðinn fullorðinn og geti stjórnað lífi sínu sjálfur. Þá er rosa hallærislegt að eyða tíma með foreldrum sínum. Ég held samt að þetta sé einmitt tíminn sem maður þarf mest á þeim að halda. Á unglingsárunum er margt að gerast sem unglingurinn hefur ekki stjórn á og þá er gott að hafa gott tengslanet í kringum sig. Lesa meira “Samvera skiptir máli”