Mikilvægar gæðastundir

Þegar við eignumst börn fáum við í leiðinni eitt mikilvægasta og mest krefjandi verkefni fullorðinsáranna. Að vera foreldri felur meðal annars í sér að annast barnið, vernda það, kenna því og veita leiðsögn. Flestir stefna að því að ala upp einstakling sem er heilbrigður, hamingjusamur og hefur eiginleika og færni sem kemur sér til góða í framtíðinni. En uppeldi er mikil vinna og þurfa foreldrar að hafa þolinmæði, vera samkvæmir sjálfum sér og gefa sér tíma til að verja gæðatímum með börnum sínum. Því það er afar mikilvægt að foreldrar njóti góðra samvista við börnin sín því að notaleg samvera ýtir undir sterkari tengsl og jákvæðari samskipti. Börnin þurfa að finna að foreldrarnir vilji verja tíma sínum með þeim og finna að þau skipta máli. Hraðar samfélagslegar breytingar og tækniþróun hefur haft það í för með sér að foreldrar hafa minni tíma fyrir börnin sín og það er yfirleitt meira álag á fjölskyldunum. Lesa meira “Mikilvægar gæðastundir”