Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?

Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá er ennþá erfiðara að stunda nám, sinna vinnu, stunda tómstundarstarf og hafa tíma fyrir félagslífið. Einnig spyr maður sig hvaða áhrif styttingin hafi á tómstundarstarf nemendanna? En tómstundarstarf hefur gífurleg áhrif á fólk og sérstaklega unglinga. Lesa meira “Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?”

Grunnskólinn vs menntaskólinn

Þegar námi lýkur í grunnskólanum og framhaldsnám tekur við hjá flestum, hvort sem það er í bóknámi, verknámi, fjölbraut eða bekkjarkerfi, breytist ansi margt. Við förum frá því að vera í vernduðu umhverfi okkar heimahverfis og út í nýjan heim þar sem við þurfum að aðlagast nýju umhverfi. Ég man þegar ég var sjálf að klára 10.bekkinn í Hagaskóla, hvað það hræddi úr mér líftóruna að byrja í menntaskóla. Samt er ég nokkuð félagslega sterkur einstaklingur svo þetta „reddaðist“. Í dag  velti ég fyrir mér hvernig þetta hefur verið fyrir þá sem standa höllum fæti félagslega. Lesa meira “Grunnskólinn vs menntaskólinn”

Val á glansmynd eða námi?

birna dadaÁ hverju ári dynur á unglingum í 10. bekk spurningin: „Í hvaða skóla ætlar þú svo næst?“ 
Sumir eru með sitt allt á hreinu og vita nákvæmlega hvað þau vilja og hvert stefnan er tekin eftir grunnskólann…. að minnsta kosti að þau halda. Hjá öðrum fer heilinn á flug og upp vakna ótal spurningar. Hvaða skóli er bestur? Hvar er skemmtilegast? Og þetta verður mikið áhyggjuefni.  Með árunum er alltaf erfiðara fyrir ungmennin að velja skóla og skólarnir eru alltaf að gera meiri kröfum um hversu vel nemendur þurfa að vera staddir í námi til þess að komast inn. Lesa meira “Val á glansmynd eða námi?”