Val á glansmynd eða námi?

birna dadaÁ hverju ári dynur á unglingum í 10. bekk spurningin: „Í hvaða skóla ætlar þú svo næst?“ 
Sumir eru með sitt allt á hreinu og vita nákvæmlega hvað þau vilja og hvert stefnan er tekin eftir grunnskólann…. að minnsta kosti að þau halda. Hjá öðrum fer heilinn á flug og upp vakna ótal spurningar. Hvaða skóli er bestur? Hvar er skemmtilegast? Og þetta verður mikið áhyggjuefni.  Með árunum er alltaf erfiðara fyrir ungmennin að velja skóla og skólarnir eru alltaf að gera meiri kröfum um hversu vel nemendur þurfa að vera staddir í námi til þess að komast inn. Lesa meira “Val á glansmynd eða námi?”

Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?

saga steinsenÞá er runninn upp sá tími þar sem margir ef ekki flestir unglingar í 10 bekkjum grunnskólanna eru farnir að íhuga stóru spurninguna sem skellur á þeim á loka önninni. Í hvaða menntaskóla ætlar þú? Þau velta fyrir sér hvort þau langi í iðnnám, hvort þau langi í skóla sem bíður upp á bekkjarkerfi, þau spá í fjölbrautarkerfinu og síðan eru alltaf einhverjir sem bara hreinlega ætla ekki í skóla og fara þá að öllum líkindum beint út á vinnumarkaðinn. Það er ekki sjálfgefið að krakkarnir velji að fara í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Sumir hafa ekki ráð á því, aðrir vilja kannski bíða aðeins með það og enn aðrir nenna því bara ekki.

Þegar ég var unglingur í 10.bekk í Réttarholtsskóla þá var þetta þvílíkur maga- og höfuðverkur. Ég man hvað þetta var samt allt ótrúlega spennandi. Loksins var maður að fara í Menntaskóla. Lesa meira “Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?”