Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?

saga steinsenÞá er runninn upp sá tími þar sem margir ef ekki flestir unglingar í 10 bekkjum grunnskólanna eru farnir að íhuga stóru spurninguna sem skellur á þeim á loka önninni. Í hvaða menntaskóla ætlar þú? Þau velta fyrir sér hvort þau langi í iðnnám, hvort þau langi í skóla sem bíður upp á bekkjarkerfi, þau spá í fjölbrautarkerfinu og síðan eru alltaf einhverjir sem bara hreinlega ætla ekki í skóla og fara þá að öllum líkindum beint út á vinnumarkaðinn. Það er ekki sjálfgefið að krakkarnir velji að fara í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Sumir hafa ekki ráð á því, aðrir vilja kannski bíða aðeins með það og enn aðrir nenna því bara ekki.

Þegar ég var unglingur í 10.bekk í Réttarholtsskóla þá var þetta þvílíkur maga- og höfuðverkur. Ég man hvað þetta var samt allt ótrúlega spennandi. Loksins var maður að fara í Menntaskóla. Lesa meira “Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?”