Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?

Kynfræðsla er eitthvað sem flestir kynnast fyrst þegar þeir eru í grunnskóla en það er margt sem getur verið á bak við hugtakið. Það sem fellur undir kynfræðslu er til dæmis: kynheilbrigði, blæðingar, sáðlát, getnaðarvarnir, kynsjúkdómar, kynlíf, klám, kynþroski, kynhneigð, kynvitund og fleira. En allt er þetta viðfangsefni sem mörgum finnst óþægilegt að tala um, samt sem áður er það mjög mikilvægt.

Þegar ég hugsa um kynfræðslu þá hugsa ég um hvernig mín reynsla var af henni. Þegar ég var í grunnskóla þá var kynfræðslan kennd þannig að stelpurnar voru sér og strákarnir sér. Lesa meira “Er kynfræðsla í raun kynfræðsla?”

Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum

Barna- og unglingsárin geta reynst okkur misjöfn og miserfið enda miklar breytingar sem eiga sér stað bæði á líkama og sál á því tímabili. Unglingsárin eru tími forvitni um hina og þessa hluti eins og ástina, kynhneigð og kynlíf svo eitthvað sé nefnt og mætti segja að ungmenni verði forvitnari með hverjum deginum sem líður. Kynfræðsla í grunnskólum spilar því lykilhlutverk í því að stuðla að kynheilbrigði ungmenna og ætti hún að vera skylduáfangi í aðalnámskrá grunnskólanna en ekki undirflokkur annars fags.

Ef ég mætti einhverju breyta við mína grunnskólagöngu sem mér þótti nokkuð þokkaleg í heild sinni væri það kynfræðslan. Lesa meira “Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum”

Þetta er ekki þolendum að kenna!

Einelti er eitthvað sem við öll þekkjum, það er búið að festa rætur sínar í samfélaginu og það er næstum ómögulegt að losna við það. 1 af hverjum 5 unglingum á aldrinum 12-18 ára verður fyrir einelti, hvort sem það sé líkamlegt, andlegt, beint eða óbeint. Ef þú hugsar til baka, hefur þú verið fórnarlamb eineltis? Þekkir þú einhvern sem var fórnarlamb eineltis? Varst þú einhvern tímann gerandi eineltis?

Það eru fáir sem viðurkenna að þeir hafi lagt einhvern í einelti en upp á síðkastið verð ég varari við það að fólk deili sinni reynslu sem þolendur af einelti. Ég sjálf hef verið lögð í einelti sem stóð yfir í nokkur ár og ég hélt alltaf að það væri mér að kenna vegna einhvers sem ég gerði en í dag veit ég betur, þetta var ekki mér að kenna. Lesa meira “Þetta er ekki þolendum að kenna!”

Að vera lesblindur

Það sem ég vil tala um eru unglingar með lesblindu, því þeir virðast vera mikið útundan í skólakerfinu. Eftir að nemendur hafa verið greindir með lesblindu, þá halda þeir og foreldrar þeirra að námið verði auðveldara fyrir þá. Annað kemur þó í ljós. Þeir voru samt lengur að gera heimanámið eins og áður, og þeir fengu líka lakari einkunnir þó svo að kennararnir vissu að þeir væru lesblindir, og jafnvel er ekki tekið tillit til þess í sumum skólum. Þegar búið er að greina ungling með lesblindu þá er foreldrum tilkynnt um að hægt sé að skrá unglinginn inn á skrá hljóðbókasafnsins og fá þannig aðgang til að hlaða niður bókum til hlustunar. Einnig er hægt að fá aðgang að talgervli sem hefur þann Lesa meira “Að vera lesblindur”