Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum

Barna- og unglingsárin geta reynst okkur misjöfn og miserfið enda miklar breytingar sem eiga sér stað bæði á líkama og sál á því tímabili. Unglingsárin eru tími forvitni um hina og þessa hluti eins og ástina, kynhneigð og kynlíf svo eitthvað sé nefnt og mætti segja að ungmenni verði forvitnari með hverjum deginum sem líður. Kynfræðsla í grunnskólum spilar því lykilhlutverk í því að stuðla að kynheilbrigði ungmenna og ætti hún að vera skylduáfangi í aðalnámskrá grunnskólanna en ekki undirflokkur annars fags.

Ef ég mætti einhverju breyta við mína grunnskólagöngu sem mér þótti nokkuð þokkaleg í heild sinni væri það kynfræðslan. Lesa meira “Mikilvægi kynfræðslu í grunnskólum”