Þetta er ekki þolendum að kenna!

Einelti er eitthvað sem við öll þekkjum, það er búið að festa rætur sínar í samfélaginu og það er næstum ómögulegt að losna við það. 1 af hverjum 5 unglingum á aldrinum 12-18 ára verður fyrir einelti, hvort sem það sé líkamlegt, andlegt, beint eða óbeint. Ef þú hugsar til baka, hefur þú verið fórnarlamb eineltis? Þekkir þú einhvern sem var fórnarlamb eineltis? Varst þú einhvern tímann gerandi eineltis?

Það eru fáir sem viðurkenna að þeir hafi lagt einhvern í einelti en upp á síðkastið verð ég varari við það að fólk deili sinni reynslu sem þolendur af einelti. Ég sjálf hef verið lögð í einelti sem stóð yfir í nokkur ár og ég hélt alltaf að það væri mér að kenna vegna einhvers sem ég gerði en í dag veit ég betur, þetta var ekki mér að kenna. Lesa meira “Þetta er ekki þolendum að kenna!”