Að vera unglingur í hljóðfæranámi

Að vera í tónlistarnámi sem unglingur getur verið ákveðin pressa. Unglingurinn er farinn að bera meiri ábyrgð á tónlistarnáminu sem hann er í og þarf að huga að því hvað hann langar að gera í framtíðinni.

Unglingurinn er kannski búinn að vera í tónlistarnámi frá 3 ára aldri eða eldri og hann er að spá í: „Hvað fæ ég út úr þessu námi, hef ég áhuga á að halda áfram að læra inn á tónlist og á hljóðfærið sem ég er að spila á?“ Það er meiri pressa frá foreldrum um að ná ákveðið langt í náminu, þau vilja láta þetta verða að einhverju meira en áhugamáli því þeim finnst unglingurinn þeirra vera svo góður í að spila á hljóðfærið.

Kostnaður við að vera í tónlistarnámi getur verið mikil en fer eftir því á hvaða hljóðfæri unglingurinn er að spila á. Ef hann er að spila á einhver strengjahljóðfæri getur það kostað aðra hendina á foreldrum hans. Það er samt allt annað að spila á blásturshljóðfæri þar sem að það er oft hægt að leigja ef það er í boði hjá tónlistarskólanum eða skólahljómsveit sem er ódýrari kosturinn. Það er algengt að foreldar gefi börnum sínum hljóðfæri í fermingargjöf ef það á ekki hljóðfæri nú þegar.

Núna veit ég ekki alveg hvernig það er að vera í tónlistarskóla þar sem ég var í skólahljómsveit og hef bara upplifað félagslífið hjá henni. Það er mikið fjör þar sem það er alltaf æfingahelgi fyrir tónleika og það er ekki bara verið að æfa heldur er líka farið í leiki og svo er alltaf kvöldvaka á laugardagskvöldi. Svo er farið á landsmót annað hvert ár, elsta sveitin fer til útlanda að hitta svipaðar sveitir og spila fyrir almenning. Það er alveg nóg að gera í skólahljómsveit ef það er gott foreldraráð í gangi. Það er samt algengt að unglingar hætti að spila á hljóðfæri þegar að þau eru komin í menntaskóla þar sem þau sjá ekki fram á að geta haldið áfram að spila á hljóðfærin. Það getur verið að þau séu að æfa íþrótt sem er mikilvægari en að spila á eitthvað hljóðfæri. Svo er það kostnaður, eins og fram kemur þá hafa ekki allir efni á því að halda áfram að spila á hljóðfærin sín.

Aftur á móti ef unglingurinn ætlar að halda áfram að spila á hljóðfærið og læra á það þá eru margir sem fara í MÍT eða FÍH sem eru tónlistaskólar í bland við menntaskóla.Þar eru inntökuskilyrði sem er að þú þarft að spila lög fyrir framan stjórn sem mun meta hvort þú komist inn eða ekki. Það eru jafn langt og menntaskólinn sem er 3 ár og er alveg mjög krefjandi nám sem fer fram þarna. Svo þegar þú útskrifast þaðan þá fara mjög margir erlendis í nám til að bæta ofan á það sem þau eru búin að læra og kannski koma heim eftir námið og fara að kenna í tónlistarskólum eða skólahljómsveitum. En þetta er samt mikil pressa sem unglingar geta verið undir þegar að þau eru í  tónlistarnámi og eru oft mikið skömmuð fyrir að æfa ekki nóg heima. Það getur haft mikið áhrif á ungmenni sem eru bara enn að reyna að finna hver þau eru og hvernig þau munu passa inn í þetta samfélag.

Það er mikið álag að vera unglingur í tónlistanámi fyrir þau sem endast út unglingsárin. En það er erfitt að vita hvað mann langar að gera þegar að þú ert orðinn fullorðinn.

Andrea Ýr Björnsdóttir, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði