Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?

Allir hafa stundað tómstund á einhverjum tímapunkti í lífi sínu. Eða hvað? Hafa allir haft efni á því að senda börnin sín í tómstund, jafnvel tvær án þess að þurfa að skuldsetja sig? Svarið er eflaust nei. Raunin er sú að börn hafa ekki jafnan aðgang að tómstundum, en til dæmis kostar mun minna að æfa fótbolta heldur en að æfa á hljóðfæri. Lesa meira “Hvers vegna kostar ekki allt tómstundastarf það sama?”

Að vera unglingur í hljóðfæranámi

Að vera í tónlistarnámi sem unglingur getur verið ákveðin pressa. Unglingurinn er farinn að bera meiri ábyrgð á tónlistarnáminu sem hann er í og þarf að huga að því hvað hann langar að gera í framtíðinni.

Unglingurinn er kannski búinn að vera í tónlistarnámi frá 3 ára aldri eða eldri og hann er að spá í: „Hvað fæ ég út úr þessu námi, hef ég áhuga á að halda áfram að læra inn á tónlist og á hljóðfærið sem ég er að spila á?“ Það er meiri pressa frá foreldrum um að ná ákveðið langt í náminu, þau vilja láta þetta verða að einhverju meira en áhugamáli því þeim finnst unglingurinn þeirra vera svo góður í að spila á hljóðfærið. Lesa meira “Að vera unglingur í hljóðfæranámi”

Tómstundir háðar fjárhag

Margir krakkar vilja stunda tómstundir og flest allir foreldrar vilja að börnin sín stundi tómstundir af einhverju tagi. En því miður eru dæmi um það í þjóðfélaginu í dag að það er ekki möguleiki fyrir barn að stunda einhverja tómstund eða þurfa aðvelja sér bara eina tómstund til þess að iðka. Fjölskyldur sem eru stórar eða með nokkur börn hafa margar hverjar ekki efni á að senda öll börnin sín í tómstundir eða geta bara leyft þeim að velja eina tómstund til þess að iðka. En afhverju ? Svarið er að þær eru svo dýrar. Lesa meira “Tómstundir háðar fjárhag”