Áhættuhegðun unglinga

 

Áhættuhegðun. Flest okkar hafa heyrt þetta orð og þá í tengslum við unglinga en hvað er áhættuhegðun? Áhættuhegðun er víðfemt hugtak og hafa margir rannsakendur leitast við að skilgreina hugtakið. Flestar skilgreiningarnar eiga það sameiginlegt að telja áhættuhegðun vísa til hegðunarmynsturs sem getur haft neikvæð áhrif á líf einstaklinga og ógnað heilbrigði þeirra. Slík hegðun getur aukið líkur á því að einstaklingar lendi í einhverskonar vanda en þess ber að geta að sá sem stundar áhættuhegðun leggur ekki bara sjálfan sig í hættu heldur einnig aðra einstaklinga sem að taka þátt í henni. Í mörgum tilfellum hefur áhættuhegðun unglinga áhrif á líf marga fjölskyldumeðlima og ættingja.

Lesa meira “Áhættuhegðun unglinga”

Tómstundir háðar fjárhag

Margir krakkar vilja stunda tómstundir og flest allir foreldrar vilja að börnin sín stundi tómstundir af einhverju tagi. En því miður eru dæmi um það í þjóðfélaginu í dag að það er ekki möguleiki fyrir barn að stunda einhverja tómstund eða þurfa aðvelja sér bara eina tómstund til þess að iðka. Fjölskyldur sem eru stórar eða með nokkur börn hafa margar hverjar ekki efni á að senda öll börnin sín í tómstundir eða geta bara leyft þeim að velja eina tómstund til þess að iðka. En afhverju ? Svarið er að þær eru svo dýrar. Lesa meira “Tómstundir háðar fjárhag”