Að foreldrar verji tíma með börnum/unglingum sínum er svo ótrúlega mikilvægt og tíminn er dýrmætur. Unglingar sem verja miklum tíma með foreldrum sínum sýna síður áhættuhegðun og leiðast síður út í slæman félagsskap. Einhverjir foreldrar sjá ekki mikilvægi þess að verja frítíma sínum með börnunum sínum en þegar þau komast á unglingsárin er slæmt fyrir þau að vera látin afskiptalaus, þá er einnig erfitt að fara að festa samverustundir í sessi sem börnin/unglingarnir og foreldrarnir eru ekki vön og er ekki í þeirra fjölskyldumynstri. Það er svo mikilvægt að foreldrar haldi góðu sambandi við unglinginn sinn því unglingsárin eru svo mikið mótunarskeið í lífi þeirra og það er ótrúlega mikið nýtt að gerast hjá þeim og auðvitað þurfa þau leiðsögn. En ef unglingarnir finna að þau geti treyst foreldrum sínum eru meiri líkur á að þau biðji um ráð frá þeim. Traust á milli foreldra og unglings spilar svo stóran part í þessu en auðvitað þurfa unglingar ákveðið frelsi til að átta sig á hlutunum sjálf. Lesa meira “Skiptir samvera foreldra og unglinga máli?”
Tag: samvera
Útivera fyrir alla
Að vera úti er hollt og gott fyrir alla og bætir heilsuna, hvort sem að það er andlega heilsan eða líkamlega. Ég tel að það sé mikilvægt að börn og fullorðnir séu duglegir að fara út, anda að sér fersku lofti og tæma hugann í fallegu náttúrunni okkar. Sjálf hef ég mikinn áhuga á útivist og er sannfærð um að það sé besta meðalið við þeim kvillum sem geta hrjáð okkur. Lesa meira “Útivera fyrir alla”