Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga

Unglingsárin geta verið erfið, það eru margar nýjar upplifanir, reynsla og hormónaflæðið er alveg á fullu. Það getur verið erfitt að finna jafnvægið í lífinu og unglingar eru viðkvæmir fyrir vissum hlutum. Tiktok auglýsir sig sem skemmtilegan miðil þar sem þú getur sett inn skemmtileg stutt myndbönd og horft á myndbönd hjá öðrum, en eru öll myndböndin góð fyrir unglinga og hvaða áhrif geta þau haft á andlegu heilsu þeirra? Lesa meira “Neikvæð áhrif Tiktok á andlega heilsu unglinga”

Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?

Á undanförnum árum hefur verið greint frá því að andlegri heilsu unglinga hafi hrakað mjög. Unglingar eru frekar að glíma við kvíða og þunglyndi og önnur andleg veikindi nú á dögum. Margar ástæður geta verið fyrir því að unglingar á Íslandi í dag eigi erfiðara andlega. Samfélagið sem unglingar alast upp í er samfélag hraða og mikilla breytinga. Einn af fylgifiskum þess er að Ísland gæti flokkast undir svo kallað neyslusamfélag. Þörfin er svo mikil að eignast allt það nýjasta og flottasta. Oft á tíðum held ég að unglingar lendi í þessa gildru, bæði út af áhrifum frá samfélaginu, hópþrýstingi og þeirri náttúrulegu tilfinningu að vilja tilheyra. Lesa meira “Hvers vegna hrakar andlegri heilsu unglinga?”