Að vera unglingur getur verið erfitt og flókið, samt á sama tíma besti tími lísins. Það er margt að hugsa um og pæla í. Það eru allskonar hlutir og manneskajur í nærumhverfi unglings sem geta haft áhrif á þessar hugsanir og pælingar, en þeir áhrifamestu eru jafnaldrar. Vinir og jafnaldrar eru stærstu ,,áhrifavaldar‘‘ í lífi ungs fólks. Jafnaldrar eru mjög öflugir áhrifavaldar í lífi unglinga og geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hegðun, upplifun og útlit. Lesa meira “Áhrifavaldar í lífi ungs fólks”
Tag: jafningjar
Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið
Félagsmiðstöðvar eru gríðar mikilvægur þáttur í velferðarþjónustu fyrir unglinga og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði félagsmiðstöðvarstarfsins. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru óneitanlega miklir áhrifavaldar á starfið og því er mikilvægt að starfsfólkið sé ávallt með það í huga hvernig hægt er að bjóða unglingunum upp á sem besta þjónustu og að starfið sé alltaf á forsendum unglinganna. Ég tel að fjölbreytileiki starfsfólksins sé mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að því að halda uppi góðu starfi og bjóða upp á góða þjónustu. En í hverju felst góð þjónusta í félagsmiðstöð og hvaða hlutverk hefur starfsfólk í raun og veru? Lesa meira “Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið”