Áhrifavaldar í lífi ungs fólks

Að vera unglingur getur verið erfitt og flókið, samt á sama tíma besti tími lísins. Það er margt að hugsa um og pæla í. Það eru allskonar hlutir og manneskajur í nærumhverfi unglings sem geta haft áhrif á þessar hugsanir og pælingar, en þeir áhrifamestu eru jafnaldrar. Vinir og jafnaldrar eru stærstu ,,áhrifavaldar‘‘ í lífi ungs fólks. Jafnaldrar eru mjög öflugir áhrifavaldar í lífi unglinga og geta haft bæði neikvæð og jákvæð áhrif á hegðun, upplifun og útlit. Lesa meira “Áhrifavaldar í lífi ungs fólks”

Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?

Áhugi ungs fólks á snyrtivörum og förðun hefur snar aukist á síðastliðnum árum og þá sérstaklega mikið eftir tilkomu samfélagsmiðla á eins og TikTok og Instagram en á slíkum miðlum er töluvert mikið sýnt frá förðunar vörum og notkun þeirra og hvernig maður gerir svokallað ,,skincare”. Á samfélagsmiðlunum eru margir áhrifavaldar unglinga, hvort sem það séu stjörnur úti í heimi eða jafnvel bara áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa áhrif á notkun ungsfólks á farða og snyrtivörum, áhrifavaldar geta haft áhrif á allskyns tískustrauma í bæði fatnaði, förðun og miklu fleiru. Áhrifavaldar unglinga sem sýna frá snyrtivörum, förðun og almennri húðumhirðu geta haft jákvæð áhrif á unglinga og getur það hjálpað unglingum að stuðla að auknu sjálfstrausti og sjálfsáliti. Áhrifavaldar deila sínum ráðum þegar kemur að snyrtivörum og mikilvægi þess að hugsa vel um útlit sitt og húðina. Lesa meira “Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?”

Skrollarasamfélag

Þú opnar augun, teygir hendina að náttborðinu og grípur utan um símann, áður en þú gerir nokkuð annað. Þessa lýsingu á fyrsta verki dagsins gætu sumir tengt við en aðrir ekki. Síminn er orðinn þróaðri en hann var og er orðinn nauðsynjavara í daglegu lífi. Við förum ekki út úr húsi án þess að taka hann með okkur. Umræða í kringum unglinga og snjalltækjanotkun þeirra hefur verið mikið á vörum landsmanna síðastliðna mánuði og virðist oftast vera neikvæð. Ég upplifi það að verið sé að kenna unglingunum um hvernig þau haga sér þegar kemur að snjalltækjum. Þau fæddust inn í þennan nútíma og við verðum að læra að vinna okkur í kringum það, tæknin mun alltaf aukast. Lesa meira “Skrollarasamfélag”

Erum við góðar fyrirmyndir?

Í nútímasamfélagi þá eigum við flest öll snjallsíma eða snjalltæki og flest okkar eru með einhver af eftirfarandi öppum hjá okkur; Facebook, Snapchat, Instagram og TikTok. Við sem fullorðin erum ættum að geta lesið á milli raunveruleikans og þeirrar glansmyndar sem oft er sett á samfélagsmiðla. Við vitum að ekki er allt sem sýnist en hvað með ungmennin okkar? 13 ára aldurstakmark er á þessi forrit en margir eru komnir með aðgang áður en þeir ná þeim aldri. Eru börnin okkar og ungmenni fær um að geta greint á milli raunveruleikans og glansmyndarinnar sem birtist á samfélagsmiðlum?

Lesa meira “Erum við góðar fyrirmyndir?”

Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?

Ungmennin okkar í samfélaginu lifa í svo óraunverulegum heimi og undir mikilli pressu frá aðallega samfélagsmiðlum. Um er að ræða þessa áhrifavalda sem eru að valda mesta kvíðanum hjá ungmennum í dag. Áhrifavaldar eru að sýna frá lífi sínu, gefa afsláttarkóða þegar þau auglýsa vörur og allskonar sem er ekki raunin en ungmennin skilja það ekki því þau hafa ekki lifað við annað heldur en þetta neikvæða samfélagsmiðlalíf sem er nú til dags og þá telja þau bara að áhrifavaldar séu sínar helstu fyrirmyndir út frá aðallega tískunni. Lesa meira “Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?”

Stöðvum eltingaleikinn

Samanburður við aðra hefur alltaf átt stóran þátt í að skilgreina sjálfsmynd okkar. Við berum okkur saman við annað fólk og hefur samanburður við fyrirsætur, íþróttamenn og annað frægt fólk og áhrif þess á sjálfsmynd okkar verið grunnurinn í ótal rannsóknum. Í dag hefur þessi samanburður við annað fólk ekkert minnkað og við bætist að nú erum við líka að bera okkur saman við tölvugerðar útlitsbættar myndir af okkur sjálfum. Lesa meira “Stöðvum eltingaleikinn”