Unglingar, förðun og húðumhirða – Er þetta raunverulega svona alvarlegt?

Áhugi ungs fólks á snyrtivörum og förðun hefur snar aukist á síðastliðnum árum og þá sérstaklega mikið eftir tilkomu samfélagsmiðla á eins og TikTok og Instagram en á slíkum miðlum er töluvert mikið sýnt frá förðunar vörum og notkun þeirra og hvernig maður gerir svokallað ,,skincare”. Á samfélagsmiðlunum eru margir áhrifavaldar unglinga, hvort sem það séu stjörnur úti í heimi eða jafnvel bara áhrifavaldar á samfélagsmiðlum sem hafa áhrif á notkun ungsfólks á farða og snyrtivörum, áhrifavaldar geta haft áhrif á allskyns tískustrauma í bæði fatnaði, förðun og miklu fleiru. Áhrifavaldar unglinga sem sýna frá snyrtivörum, förðun og almennri húðumhirðu geta haft jákvæð áhrif á unglinga og getur það hjálpað unglingum að stuðla að auknu sjálfstrausti og sjálfsáliti. Áhrifavaldar deila sínum ráðum þegar kemur að snyrtivörum og mikilvægi þess að hugsa vel um útlit sitt og húðina.

Undanfarin ár hefur farið af stað ákveðin bylting á samfélagsmiðlunum þar sem unglingar gera myndskeið eða Tiktok sem bera titilinn ,,Get ready with me” sem er einskonar myndband þar sem unglingar og áhrifavaldar sýna frá þegar þeir farða sig eða gera svokallað ,,Skin care” eins og það er iðurlega orðað í myndskeiðunum. Gegn um gangandi hafa skapast umræður hjá foreldrum og í samfélaginu sjálfu varðandi það að unglingar eigi ekki að nota snyrtivörur, þær séu taldar skaðlegar fyrir bæði húð og sjálfsálit og að slíkar vörur eigi ekkert erindi á húð unglinga. Unglingar eigi að reyna að halda sér frá snyrtivörum eins lengi og möguleiki er og eiga unglingar að passa sig að fullorðnast ekki alltof hratt.

Á meðan umræðan snýst um möguleg skaðleg áhrif snyrtivara þá getur tilgangur förðunar og notkun snyrtivara haft gríðarlega fjölbreyttan tilgang eftir hverjum og einum sem notar slíkar vörur. Í stóru myndinni er hægt að líta á förðun sem eins konar listform vegna þess að förðun getur falið í sér sköpunargáfu, færni og tjáningu og getur verið áhugamál fólks á hvaða aldri sem er. Eins og hvað annað getur förðun, snyrtivörur og húðumhirða verið ,,flokkað” sem áhugamál alveg eins og það að mála, teikna og syngja geti verið talin sem áhugamál.

Áhugi ungs fólks á förðun og húðumhirðu getur verið til stuðnings við sjálfsvirðingu og sjálfsmat þeirra. Ef það veitir unglingum aukið sjálfstraust að nota slíkar vörur eða eiga slíkt áhugamál er það í lagi og er það sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að unglingsárin eru tími þar sem einstaklingar eru sífellt að kynnast sjálfum sér og áhugamálum sínum.

Margt verra eða skaðlegra sem unglingar gætu gert en að farða sig

Það er margt verra eða skaðlegra sem unglingar geta verið að gera sér til dægrastyttingar en það að hafa áhuga á snyrtivörum og húðumhirðu, sem dæmi er miklu skaðlegra að vera í slæmum félagsskap, reykja, drekka, dópa og djamma. Af þessum þáttum er hægt að hafa raunverulegar áhyggjur. Mikilvægt er að umræðan um notkun snyrtivara meðal unglinga sé byggð á skynsamlegum rökum. Það eru margvíslegir þættir sem hafa áhrif á unglingsárin og snyrtivörur eru bara einn lítill hluti af stærra heildarsamhengi. Með skynsamlegum áherslum og þekkingu unglinga á slíkum vörum er hægt að stuðla að heilbrigðri og jákvæðri umræðu um slík áhugamál.

Laufey Birna Sigurðardóttir, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði