Eru áhrifavaldar að sýna gott fordæmi?

Ungmennin okkar í samfélaginu lifa í svo óraunverulegum heimi og undir mikilli pressu frá aðallega samfélagsmiðlum. Um er að ræða þessa áhrifavalda sem eru að valda mesta kvíðanum hjá ungmennum í dag. Áhrifavaldar eru að sýna frá lífi sínu, gefa afsláttarkóða þegar þau auglýsa vörur og allskonar sem er ekki raunin en ungmennin skilja það ekki því þau hafa ekki lifað við annað heldur en þetta neikvæða samfélagsmiðlalíf sem er nú til dags og þá telja þau bara að áhrifavaldar séu sínar helstu fyrirmyndir út frá aðallega tískunni.

Ekki bestu fyrirmyndirnar

Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum í dag eru alls ekki að hafa góð áhrif á ungmennin okkar í daglegu lífi þeirra og eru alls ekki bestu fyrirmyndir þótt þau haldi það. Það geta samt sem áður verið áhrifavaldar sem eru að koma með gott fordæmi og hjálpa til með allskonar sem við öll getum notað í lífinu okkar. En það er bara of mikið um áhrifavalda sem eru ekki að sýna gott fordæmi heldur frekar að valda miklum kvíða og streitu ungmenna í daglegu lífi þeirra. Það er rosalega erfitt að vera ungmenni í dag og mun meira um að ungmennin séu að fá sálfræðihjálp einfaldlega vegna þess að foreldrar eru ekki að ná utan um að hjálpa þeim því ungmennin eru orðin svo óörugg og með lítið sjálfstraust. Svona ungir krakkar gera sér ekki grein fyrir því að samfélagsmiðlanir eru að hafa þessi áhrif á þau,ekki bara að lífið sé svona því það er bara alls ekki svona, það er ekki eðlilegt sem unglingur að vera með lítið sjálfstraust og það fer minnkandi með deginum vegna þess að áhrifavaldar eru að láta þeim líða svona.

Samfélagsmiðlar eru að hafa mun meiri áhrif á ungar stelpur heldur en stráka eða alla vega sýna stelpurnar það miklu meira að þær eru sjálfóöruggar og þess háttar heldur en nokkur tímann strákar. Það er vegna þess að það eru mun fleiri konur sem eru áhrifavaldar og þessar unglingsstelpur líta svo upp til þeirra að þær vilja vera bara alveg eins og það er bara ekki raunin. Þetta er að mörgu leyti svo falsað hjá þessum áhrifavöldum að við eldra fólkið erum ekki einu sinni að skilja þetta. Við sem samfélag þurfum að hjálpast að við að stoppa þetta og reyna að kenna þessum áhrifavöldum að sína frekar hver raunin er, ekki falsa þetta til að líta betur út fyrir ,,like-in”, því þetta er að kenna yngri kynslóðum svo vont fordæmi því þetta er ekki heilbrigt eins og þetta er í dag.

Frek og vanþakklát

Ef við tölum aðallega um foreldra þessara ungmenna í dag,  það hlýtur að vera erfitt fyrir þau að reyna að halda utan um alla þessa samfélagsmiðla barnanna sinna og hvernig samskiptin fara fram þar. Þetta er svo nýtt hugtak fyrir alla og enginn kann almennilega á þetta og hvað þá foreldrarnir sem voru flestir varla með sína á unglingsárum sínum. En samskipti barnanna fara aðallega í gegnum samfélagsmiðlana og í flestum tilfellum hverfa þau allavega á snapchat. Að vera unglingur getur verið erfitt, miklir hormónar, vangaveltur, viðkvæmni og allskonar þess háttar en auðvitað gaman líka en samfélagsmiðlarnir koma sterkt inn þar að láta ungmenni í dag líða illa og vera óörugg. Foreldrar eru að reyna a standa sig sem best í þessu öllu saman og vera til staðar fyrir börnin sín. En svo getur það verið erfitt líka ef þau eru með fjárhagslega erfiðleika því að öll þessi tíska hjá ungmennum í dag er eitthvað sem áhrifavaldar eru að sýna og er dýrt en áhrifavaldar eru að fá þetta frítt. Þetta getur valdið foreldrum vanlíðan og erfiðleikum því að barnið þeirra vill hitt og þetta en þau eiga ekki efni á því. En þá getur komið upp frekja og vanþakklæti hjá ungmennum því að þau hugsa oftast mamma og pabbi eiga alveg pening, þau eru stór sem er bara alls ekki þannig. Hvernig er hægt að hjálpa foreldrum í nútíma samfélagi að takast á við þetta?

Sjálfselskir áhrifavaldar

Ég er ung stelpa sem er alveg að láta samfélagsmiðla flækja fyrir mér lífið stundum og átta mig alls ekki á því.En þetta er orðið svo stórt í dag að það er mun erfiðara að stoppa þetta allt saman. Það er engin áhrifavaldur að fara að hætta að auglýsa það sem þau eru að gera alla daga því þau eru að fá t.d. vörur fyrir þetta og pening fyrir að auglýsa fyrir fyrirtækin en gera sér ekki grein fyrir hvað þetta er að skemma ungmennin okkar og líðan þeirra. Stundum mætti bara halda að þeim sé alveg sama hvernig öðrum líður. Mér finnst þetta sjálfselskt af þeim og alveg út í hött og ekkert annað.

Hvað finnst ykkur um áhrifavalda í dag, eruð þau að gagnast ykkur eitthvað?

Petra Baldursdóttir