Tónlistaiðkun í frítímanum

Ég heiti Nikola Čolić og er 21 árs diplómanemi í Háskóla Íslands og tala ég hér um tónlist og iðkun hljóðfæra og af hverju þau eru mikilvæg. Minn áhugi á tónlist byrjaði þegar ég var bara 8 eða 10 ára gamall og sá sem lét mig hlusta á tónlist var ýmist pabbi eða mamma en mamma tók tónlistina lengra til baka og lét mig hlusta á Queen og var það þá þegar ég fattaði að tónlist er eitthvað sem verður partur af mér að eilífu og byrjaði þá áhugi minn að hlusta á meiri tónlist en það sem mamma leyfði mér að hlusta á.

Tónlistaráhugi minn lýsti sér þannig að ég byrjaði að hlusta á gamla tónlist fyrst en fór allt í einu að hlusta á nýja tónlist en fór svo mjög fljótt að hlusta á þá gömlu aftur og er ég núna að hlusta á Disturbed-Sound of Silence á meðan ég er að skrifa þetta og mæli ég með að fólk tékki á þessu cover af Simon og Garfunkel versjóninu sem er líka gott versjón en þetta er betra að mínu mati. 😊

Tónlistin sem er í uppáhaldi hjá mér er reggí tónlistin og hlusta ég á Bob Marley mjög mikið og hef ég aldrei fengið nóg af hans tónlist því að í hvert skipti sem ég heyri eða hlusta á hans tónlist langar manni að annaðhvort dansa eða bara sitjast niður og setja á No Woman No Cry og slaka á meðan lagið spilar. Tónlistarsmekkurinn hefur þróast mikið í gegnum árin og er ég núna að hlusta á hitt og þetta en mestmegnis eldri tónlist þar sem hún er og verður alltaf betri en mest af þessum nýjum lögum sem koma út á hverjum degi en sum af þeim eru allt í lagi og hef ég bara hlustað á þau sem mér finnst góð en annarsvegar læt ég þau nýju eiga sig.

Já, ég hef verið að læra á gítar síðan í september 2019 og hefur mér gengið mjög vel ásamt því að hafa gaman í hvert skipti sem ég fer á gítaræfingu og ástæðan af hverju ég valdi gítar var bara vegna þess að ég sá bara hversu gaman það er að spila á gítar og var það þá sem ég ákvað að ef það er eitthvað hljóðfæri sem mig langar að læra á að þá væri það gítarinn. Ég fékk minn eigin gítar 2 árum áður en ég byrjaði að fara á æfingar og spilaði ég á hann frá tíma til tíma en það er allt einni frábærri og yndislegri konu að þakka að ég var samþykktur í Tónstofu Valgerðar þar sem ég er að læra á gítar núna.

Sú þýðing sem tónlistin hefur fyrir mig er að hún er góð fyrir sálina, líkamann og lífið þar sem hún getur hjálpað fólki í mismunandi aðstæðum og sýnir það hversu mikilvæg hún er í lífi annarra. Það sem hún gerir fyrir mig er að vera vinur minn og að hjálpa mér að kynnast nýju fólki, spila ný lög á gítarinn og bara láta mér líða vel.

Ég held að börn og unglingar ættu að hafa áhugamál til þess að gleyma sér yfir af því að ef maður hefur áhugamál sem maður getur gleymt sér yfir að þá getur maður orðið meira opinn í samfélaginu og spjallað við aðra um það áhugamál (það fer eftir áhugamálinu að sjálfsögðu) og kannski fengið aðra til að vera með í áhugamálinu líka.

Ég mæli auðvitað með að börn og unglingar kynni sér tónlist og læri á hljóðfæri því að ef þau eru í stressi (þau þurfa ekki endilega að vera alltaf stressuð og það er líka spurning um hvenær þau eru stressuð) að þá myndi góð spilun á gítar, fiðlu, flautu o.s.frv. minnka stressið og leyfa þeim að anda mun léttar fyrir próf til dæmis og slaka á heilanum áður en þau þjóta af stað í lærdóminn.

Síðast en ekki síst vil ég segja ykkur frá því að ég tók þær ákvarðanir að spila tvisvar fyrir framan samnemenda mína og kennara í skólanum og eru það mér kærar minningar sem ég mun aldrei gleyma og já, ég var stressaður en spenntur á sama tíma að spila fyrir framan það yndislega og frábæra fólk og með tíma venst maður að spila fyrir framan fólki og eru lokaorðin mín: „Það er allt í lagi að vera feimin/n og stressuð/aður við að spila fyrir framan fólk en ekki gleyma að þú getur þetta af því að þú ert frábær“.

Nikola Čolić