Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?

Í nútímasamfélagi hafa samfélagsmiðlar aukist töluvert og það mun bara halda áfram að aukast í náinni framtíð. Það eru sífellt að koma ný öpp (smáforrit) á markaðinn en við erum þó flest með Instagram, Facebook, Tiktok og Snapchat. Á unglingsárunum eykst hormónaframleiðsla, tilfinningalegar breytingar eru áberandi og geta verið erfiðar fyrir unglinga. Þegar ég var unglingur höfðu samfélagsmiðlar gríðarlega neikvæð áhrif á mig á svo marga vegu. Sjálfstraust mitt var ekki mikið og ég var stanslaust að bera mig saman við áhrifavaldastjörnur og frægt fólk á netinu. Lesa meira “Eru samfélagsmiðlar að stela sjálfsmynd unglinga?”

Erum við góðar fyrirmyndir?

Í nútímasamfélagi þá eigum við flest öll snjallsíma eða snjalltæki og flest okkar eru með einhver af eftirfarandi öppum hjá okkur; Facebook, Snapchat, Instagram og TikTok. Við sem fullorðin erum ættum að geta lesið á milli raunveruleikans og þeirrar glansmyndar sem oft er sett á samfélagsmiðla. Við vitum að ekki er allt sem sýnist en hvað með ungmennin okkar? 13 ára aldurstakmark er á þessi forrit en margir eru komnir með aðgang áður en þeir ná þeim aldri. Eru börnin okkar og ungmenni fær um að geta greint á milli raunveruleikans og glansmyndarinnar sem birtist á samfélagsmiðlum?

Lesa meira “Erum við góðar fyrirmyndir?”