Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?

Ég held að flestir á mínum aldri muni eftir óþægilegum kennslustundum í kynfræðslu á unglingsstigi í grunnskóla. Ég man eftir að hafa setið í líffræðifræði tíma og horft óörugg í kringum mig þegar kennarinn setti spólu í tækið og við horfðum á fæðingu. Allir flissuðu og stelpurnar svitnuðu við tilhugsunina um að þær myndu kannski þurfa að ganga í gegnum þessa kvöð einn daginn. Við fengum síðan tvisvar sinnum kynfræðslu þar sem okkur var skipt í tvo hópa: stelpur og stráka. Hjá okkur stelpum var rætt um tíðahringinn, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma. Í algjörri hreinskilni þá hljómaði kynlíf mjög óspennandi og hættulegt eftir þessa tvo tíma. Lesa meira “Kynfræðsla – Hlutverk skóla eða félagsmiðstöðva?”

Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið

steinarFélagsmiðstöðvar eru gríðar mikilvægur þáttur í velferðarþjónustu fyrir unglinga og eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði félagsmiðstöðvarstarfsins. Starfsfólk félagsmiðstöðva eru óneitanlega miklir áhrifavaldar á starfið og því er mikilvægt að starfsfólkið sé ávallt með það í huga hvernig hægt er að bjóða unglingunum upp á sem besta þjónustu og að starfið sé alltaf á forsendum unglinganna. Ég tel að fjölbreytileiki starfsfólksins sé mjög mikilvægur þáttur þegar kemur að því að halda uppi góðu starfi og bjóða upp á góða þjónustu. En í hverju felst góð þjónusta í félagsmiðstöð og hvaða hlutverk hefur starfsfólk í raun og veru? Lesa meira “Starfsfólk félagsmiðstöðva og jafningjahlutverkið”