Hið flókna álag á unglingum í dag

Að vera unglingur í dag er mjög flókin upplifun og er oft misskilin af fullorðnum. Þó að unglingsárin hafi alltaf verið tími breytinga og að finna sjálfa/sjálfan/sjálft sig, þá er álagið sem unglingar standa frammi fyrir í dag einstakt og stundum yfirþyrmandi. Það er allt frá streitu vegna skóla og lærdóms yfir í streitu vegna samfélagsmiðla. Svo að það sé hægt að skilja líf nútíma unglings þá krefst það sveigjanleika, aðlögunarhæfni og sterks stuðningsnets. Lesa meira “Hið flókna álag á unglingum í dag”

Krafa samfélagsins til ungmenna

Í nútímasamfélagi sem okkar er mikið lagt uppúr því að börnum og unglingum gangi vel í námi en einnig að þau æfi íþróttir eða stundi einhvers konar tómstundir. Þessu fylgir oft mikil pressa og spenna sem stundum getur haft veruleg áhrif á einstaklinga sem eru að fóta sig í samfélaginu. Ungmennin í dag tala oft um það hvað mikið er lagt á þau og hversu mikið er ætlast til af þeim og þeim finnst þau oft vera bara einhverjir aular ef þau geta ekki staðist þær kröfur sem samfélagið setur þeim. Lesa meira “Krafa samfélagsins til ungmenna”