Valhúsaskóli og Hagaskóli eru gagnfræðaskólar sem eru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu, Hagaskóli í Vesturbænum í Reykjavík og Valhúsaskóli á Seltjarnarnesi. Þetta eru nágrannaskólar og hefur verið nettur rígur þeirra á milli allt frá því að Valhúsaskóli var stofnaður, árið 1974. Ástæðan fyrir þessum ríg er að mínu mati fyrst og fremst sú staðreynd að í þessum hverfum eru tvö íþróttafélög, Grótta og KR. Það er innstimplað í Vesturbæinga og Seltirninga strax á barnsaldri að þegar þessi lið mætast viltu ekki bíða lægri hlut. Þó svo að Grótta og KR séu ekki að keppa mikið hvort við annað í meistaraflokkum félaganna, þar sem KR hefur talsvert betra fótboltalið en Grótta og Grótta hefur yfirhöndina í handboltanum. Á hverju ári mætast þessir skólar á Hagó-Való deginum og keppa þar í hinum ýmsu íþróttagreinum þar sem ekkert er gefið eftir. Lesa meira “Hagó/Való – Való/Hagó”
Author: eyglo
Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?
Þá er runninn upp sá tími þar sem margir ef ekki flestir unglingar í 10 bekkjum grunnskólanna eru farnir að íhuga stóru spurninguna sem skellur á þeim á loka önninni. Í hvaða menntaskóla ætlar þú? Þau velta fyrir sér hvort þau langi í iðnnám, hvort þau langi í skóla sem bíður upp á bekkjarkerfi, þau spá í fjölbrautarkerfinu og síðan eru alltaf einhverjir sem bara hreinlega ætla ekki í skóla og fara þá að öllum líkindum beint út á vinnumarkaðinn. Það er ekki sjálfgefið að krakkarnir velji að fara í framhaldsskóla strax að loknum grunnskóla. Sumir hafa ekki ráð á því, aðrir vilja kannski bíða aðeins með það og enn aðrir nenna því bara ekki.
Þegar ég var unglingur í 10.bekk í Réttarholtsskóla þá var þetta þvílíkur maga- og höfuðverkur. Ég man hvað þetta var samt allt ótrúlega spennandi. Loksins var maður að fara í Menntaskóla. Lesa meira “Hvert er stefnan sett eftir grunnskóla?”
Elsku mamma!
Ég er svo heppin að fá að vera dóttir þín og að hafa valið þig sem mömmu. Frá unga aldri og fram á fullorðinsár kem ég til með að fylgjast grannt með öllu því sem þú gerir og segir. Ég lít nefnilega upp til þín, þú verður mín helsta fyrirmynd. Pabbi verður sjálfsagt frábær líka, en af því að ég er dóttir þín og þú ert mamma mín, munt þú hafa dýpri áhrif á hugmyndir mínar um kynin og kynhegðun. Ég veit það, mamma, því rannsóknirnar segja það nefnilega! Ég á mér draum, mamma. Draum um að úr mér verði eitthvað stórfenglegt. Ég veit að ég er stelpa, og stundum halda stelpur aftur af sér við að láta drauma sína rætast. Ég heyrði það, er það satt, mamma? Mig langar nefnilega að geta gert allt. Mig langar að verða sterk, eins og Lína Langsokkur. Hvernig get ég orðið sterk? Lesa meira “Elsku mamma!”
Ég pant fá að ráða!
Þegar kemur að ákvarðanatöku í málum sem tengjast okkur langar okkur flestum að hafa eitthvað um málin að segja og þannig hafa áhrif á það hvernig þau eru afgreidd. Stundum erum við spurð hvað okkur finnst og jafnvel tekið mark á því sem við segjum. Í stærri málum, þar sem ekki er hægt að spyrja alla, kjósum við t.d. fulltrúa fyrir okkur og treystum því að viðkomandi standi undir því trausti. Þessir fulltrúar eru s.s. alþingismenn eða sveitarstjórnarfólk sem allt eru málsmetandi forkólfar og talsmenn mismunandi hagsmunahópa. Lesa meira “Ég pant fá að ráða!”
Útivera fyrir alla
Að vera úti er hollt og gott fyrir alla og bætir heilsuna, hvort sem að það er andlega heilsan eða líkamlega. Ég tel að það sé mikilvægt að börn og fullorðnir séu duglegir að fara út, anda að sér fersku lofti og tæma hugann í fallegu náttúrunni okkar. Sjálf hef ég mikinn áhuga á útivist og er sannfærð um að það sé besta meðalið við þeim kvillum sem geta hrjáð okkur. Lesa meira “Útivera fyrir alla”
Freistar síminn í óspennandi kennslu?
Fyrir nokkru rakst ég á grein inni á heimasíðu Ríkisútvarpsins þar sem Guðríður Arnardóttir formaður Félags framhaldskólakennara fór yfir símanotkun unglinga. Í þeirri grein er fyrirsögnin „Kennarar varnarlausir gagnvart símum nemenda“. Guðríður er á því að nemendur séu með símann uppi allan daginn í skólanum. Sjálfur finnst mér það vera nokkuð líklegt ef ég hugsa til baka um mína skólagöngu og sögur frá öðrum einstaklingum. Umræðan sem Guðríður tekur fjallar meira um öryggi kennara og hvernig símanotkun unglinga getur ógnað persónulegu lífi þeirra. Kennarar hafa leitað til hennar og sambandsins „þar sem tekin hafa verið upp samtöl, hljóð- eða myndbrot af þeim án þeirra vitundar.“ Lesa meira “Freistar síminn í óspennandi kennslu?”