Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi

Á undanförnum árum hefur þjóðin fylgst af stolt með árangri íslenskra afreksíþróttamanna á heimsmælikvarða. Sá fjöldi sem við eigum af afreksfólki er í raun ótrúlegur ef miðað er út frá höfðatölu. Hvaða áhrif hefur árangur íslenskra íþróttamann á unglinga? Hafa allir unglingar sömu tækifæri? Margir hafa bent á það hversu hvetjandi árangur Íslendinga sé fyrir ungt fólk sem fylgist með og eignast margir flottar fyrirmyndir í kjölfarið. Ég hef þó velt því fyrir mér hvort keppnisskapið og metnaðurinn geti orðið unglingum ofviða. Flest öll íþróttaiðkun krefst strangra æfinga og mikills aga, við kennum börnum að æfingin skapi meistarann sem er vissulega satt. En er eðlilegt að ætlast til þess að unglingar mæti á æfingar líkt og atvinnumenn, allt að sjö eða átta sinnum í viku? Auk þess að mæta daglega á æfingar þurfa þessir krakkar að sinna skólanum eins og aðrir. Það er æft á morgnana fyrir skóla, æft eftir skóla, á kvöldin og um helgar, ég velti því fyrir mér hvernig þetta sé yfirhöfuð gerlegt. Lesa meira “Stéttarskipting innan íþróttafélaga á Íslandi”

Tónlist fyrir alla?

rutEkki er ólíklegt að tónlist, á einhverju formi, hafi fylgt manninum alla tíð. Talið er að frummaðurinn hafi þróað með sér hæfni til tónlistarlegra samskipta þar sem hún færði honum auknar lífslíkur umfram þá sem ekki höfðu yfir slíkri hæfni að ráða. Manneskjunni hefur alla vega um mjög langa tíð verið hugleikið hver uppruni og tilgangur tónlistar væri og hugmyndir um það þróast í aldanna rás. Flestir ættu að geta verið sammála um að tónlist skiptir okkur félagslega miklu máli. Þannig er tónlist yfirleitt órjúfanlegur þáttur á stórum tímamótum hvort sem það er í gleði eða sorg. Óháð menningu virðist það vera sameiginlegt manninum, allsstaðar í heiminum, að syngja fyrir ungviðið eða rugga því taktfast. Þegar barn stálpast er misjafnt hvaða tónlistarlegu samskipti taka við en víða skipar tónlist stóran sess í starfi með börnum eins og á leikskólum. Lesa meira “Tónlist fyrir alla?”

Því fleiri unglingar, því meiri gæði?

inga bjorkUndanfarnar vikur hef ég mikið pælt í gæðum félagsmiðstöðva hér á klakanum  og þá sérstaklega þeim á landsbyggðinni, þar sem ég ólst upp úti á land. Ég gekk í lítinn skóla sem staðsettur var í sveitahreppnum sem ég bjó í og frá fyrsta upp í sjöunda bekk samanstóð bekkurinn minn af tveimur nemendum og var skólanum skipt í tvær deildir sem virkuðu eins og tveir bekkir. Í áttunda, níunda og tíunda bekk fór ég svo í fjölmennari skóla, hver árgangur var frekar lítill og aðeins einn bekkur í hverjum árgangi. Þetta voru miklar breytingar fyrir mig og stórar breytingar að vera allt í einu í tuttugu manna bekk og þar fyrst kynntist ég félagsmiðstöð. Hún var í boði annan hvern fimmtudag í tvo og hálfa klukkustund í senn, engin formleg dagskrá var yfir daginn og einungis það í boði sem starfsmennirnir höfðu áhuga á. Þar sem ekki var möguleiki á að unglingarnir kæmu sér sjálf heim eftir félagsmiðstöðina, sá skólabíllinn um að keyra börnin heim eftir að henni lauk á kvöldin. Lesa meira “Því fleiri unglingar, því meiri gæði?”