Taka unglingar kynjajafnrétti alvarlega?

Í námi mínu við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands las ég nýlega grein sem fjallar um kynjajafnrétti. Og heitir hún „Er áhugi á kynjajafnrétti sprottinn af áhyggjum af slakri stöðu drengja?“ Þessi grein vekur mann svolítið til umhugsunar og titillinn er frekar grípandi því maður tekur meira og meira eftir því í samfélaginu að drengir eru svolítið útundan í „kynjajafnréttis“ fræðslunni sem nú á sér stað. Lesa meira “Taka unglingar kynjajafnrétti alvarlega?”

Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?

Þegar ég var unglingur skipti það mestu máli af öllu fyrir mann að passa í hópinn, vera hluti af heildinni, gera eins og hinir, hvort sem um var að ræða stórt eða smátt. Þannig var það og þannig er það sjálfsagt enn, líka þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir sem geta haft áhrif á allt lífið, eins og til dæmis hvenær á að sofa hjá í fyrsta sinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort margir unglingar upplifi það að vilja klára fyrsta skiptið sitt af til þess að falla í hópinn.

Ég pældi ekki mikið í fyrsta skiptinu fyrr en nokkrar stelpur í mínum árgangi voru búnar að sofa hjá í fyrsta skipti. Þá vaknaði auðvitað forvitnin og umræður um hvernig þetta allt væri. Þó að klámvæðingin hafi ekki verið eins mikil þá og hún er nú þá mótaði hún að einhverju leyti hugmyndir um það hvernig þetta átti allt að ganga fyrir sig og hvernig báðar manneskjur áttu að haga sér.

Lesa meira “Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?”

Sílíkon og lendarskýlur

Málefni sem ég fæ ekki nóg af eru áhrif samfélagsmiðla á unglingsstúlkur, kannski af því að þegar ég var unglingur þá var ekki mikið annað að horfa á í sjónvarpinu eftir skóla en tónlistarmyndbönd. Þar birtust okkur vinkonunum fáklæddar konur sem stígsporuðu um á himinháum hælum að þjóna sínum mönnum, klæddar í það efnalítil föt að þau minntu einna helst á lendarskýluna af Tarzan og voru þær flestar með sílikonbrjóst þar sem geirvörturnar vísuðu beinustu leið norður á Pólstjörnuna. Þetta þótti hið eðlilegasta mál að setja í sjónvarp. Og hvað gerðist? Allar mínar vinkonur byrjuðu að bera sig saman við þessar plastskvísur á meðan ég beið eftir að bringan á mér myndi byrja að blása út. Sem er það sem unglingsstelpur gera, þær bera sig saman við það sem samfélagið gefur í skyn að sé flott og gott og allt annað en það er óásættanlegt í huga þeirra, sérstaklega þeirra sem eru með lítið sjálfstraust. Lesa meira “Sílíkon og lendarskýlur”

Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!

ivar orri aronssonKynfræðsla, ekki kynhræðsla! Þetta voru upphafsorð Eyrúnar Magnúsdóttur, fulltrúa í Ungmennaráði Laugardals og Háaleitis, á borgarstjórnarfundi á dögunum. Þar kom hún fyrir borgarstjórn og lagði fram tillögu að aukinni kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist grein í Fréttatímanum þar sem tekið var viðtal við nokkra nemendur í efstu bekkjum grunnskóla um kynfræðslu. Viðmælendur töldu kynfræðsluna vera til skammar, kennslubókin sem notast er við er 18 ára gömul og úrelt. Viðmælendur rifjuðu upp hversu oft þau hafa fengið kynfræðslu og töldu upp 2 skipti, í 6. bekk og síðan í 9. bekk. Einn viðmælandi sagðist hafa lært meira á svokölluðu Tabú kvöldi í félagsmiðstöðinni sinni en í kynfræðslu í skólanum. Þar gátu krakkarnir skrifað nafnlausar spurningar og vangaveltur á miða og síðan var tekin umræða um það með öðrum unglingum og starfsmönnum félagsmiðstöðvarinnar. Lesa meira “Kynfræðsla, ekki kynhræðsla!”