Af hverju er sköpun mikilvæg fyrir menntakerfið?

Ég hef verið að velta fyrir mér fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað sköpun (e. creativity). Er sköpun hæfileiki? Hvað felur sköpun í sér og er það yfir höfuð eitthvað mikilvægt fyrirbæri? Í forvitni minni ákvað ég að fræða mig um þetta og rakst m.a. á bók sem ber heitið Out of Our minds eftir Sir Ken Robinson. Hver er Ken Robinson? Robinson er mikill frumkvöðull í menntamálum í dag. Hann er m.a. þekktur fyrir vinsælasta myndbandið á TED Do schools kill creativity sem hefur verið skoðað yfir 46 milljón sinnum. Þá hefur hann verið sæmdur bresku riddaraorðunni. Það voru hugmyndir hans um menntakerfið og sköpun sem heilluðu mig og gerðu það að verkum að ég keypti bókina hans síðar.  Í þessum pistli langaði mig til þess að varpa ljósi á þá punkta sem mér fannst áhugaverðastir í bókinni hans. Lesa meira “Af hverju er sköpun mikilvæg fyrir menntakerfið?”

Listgreinar í grunnskóla

ingibjorg olafsMikil áhersla er lögð á sköpun í Aðalnámskrá grunnskóla sem kórónast í sérstökum grunnþætti tileinkuðum sköpun. Þar kemur fram að sköpun byggi á gagnrýnni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skipti sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins. Listgreinar eru til þess ætlaðar að opna víddir þar sem sköpunargleði barna og unglinga fær að njóta sín. Þá segir í námskránni að sköpun sé mikilvægur grunnur að því að horfa til framtíðar og móta sér framtíðarsýn, taka þátt í mótun lýðræðissamfélags og skapa sér hlutverk innan þess. Í Aðalnámskrá eru lögð fram sérstök hæfniviðmið fyrir fjórar megin listgreinar, þ.e. dans og leiklist, sjónlistir og tónmennt. Þar er undirstrikað mikilvægi þessara greina í undirbúningi nemenda til þátttöku í samfélagi. Lesa meira “Listgreinar í grunnskóla”