Af hverju er sköpun mikilvæg fyrir menntakerfið?

Ég hef verið að velta fyrir mér fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað sköpun (e. creativity). Er sköpun hæfileiki? Hvað felur sköpun í sér og er það yfir höfuð eitthvað mikilvægt fyrirbæri? Í forvitni minni ákvað ég að fræða mig um þetta og rakst m.a. á bók sem ber heitið Out of Our minds eftir Sir Ken Robinson. Hver er Ken Robinson? Robinson er mikill frumkvöðull í menntamálum í dag. Hann er m.a. þekktur fyrir vinsælasta myndbandið á TED Do schools kill creativity sem hefur verið skoðað yfir 46 milljón sinnum. Þá hefur hann verið sæmdur bresku riddaraorðunni. Það voru hugmyndir hans um menntakerfið og sköpun sem heilluðu mig og gerðu það að verkum að ég keypti bókina hans síðar.  Í þessum pistli langaði mig til þess að varpa ljósi á þá punkta sem mér fannst áhugaverðastir í bókinni hans. Lesa meira “Af hverju er sköpun mikilvæg fyrir menntakerfið?”