Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Samvera skipar stóran sess í líf margra ungmenna og skipta vinirnir og önnur ungmenni mestu máli á þessum tíma. Að koma á stað þar sem að hægt er að læra í ró og næði en í leiðinni hægt að koma á sama stað hafa gaman með öðrum ungmennum. Hugmyndin er að bjóða upp á setur, aðstöðu þar sem að ungmenni frá aldrinum 16-25 ára geta nýtt sér á daginn. Að hafa aðstöðuna í samræmi við ungmennahúsið í hverfinu/ bænum, að setrið sé á vegum ungmennahússins og að sömu starfsmenn sjái um starfið bæði á kvöldin og daginn, bæði er það gert til að ungmenni sem að sækja aðstöðuna eru kunnug starfsfólki og eru örugg með sig að mæta á staðinn. Opnunartíminn er frá 10:00- 19:00 alla virka daga, svo er ákveðnir dagar sem að ungmennahúsið er opið á kvöldin. Lesa meira “Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára”

Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?

Íþróttir eru tækifæri fyrir börn og unglinga til að læra mikilvægar lexíur um lífið.  Til dæmis að læra að vinna sem teymi kennir ungum börnum félagsfærni sem hjálpar þeim í vexti þeirra sem manneskju, ekki bara sem íþróttamenn.  Fyrir ungmenni getur þátttaka í íþróttum þróað teymisvinnu, forystuhæfileika, sjálfstraust og sjálfsaga.  Einnig, þegar börn stunda íþróttir, þá læra þau að tapa og það kennir þeim að byrja aftur frá byrjun, takast á við óþægilega reynslu og er mikilvægur liður í því að verða seigur.  Þess vegna er mikilvægt að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í skipulögðum íþróttum. Lesa meira “Eru foreldrar að styðja eða þrengja mjög að íþróttum ungmenna?”

Áhrif snjalltækja og orkudrykkja á svefn ungmenna

Er svefn vanmetinn? Er hann kannski ofmetinn? Hvað er það sem hefur áhrif á svefn ungmenna? Talað er um að íslenskir unglingar eigi að sofa að meðaltali um 8-10 klukkustundir á sólahring en samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi að þá eru þau einungis að sofa að meðaltali um 6 klukkustundir á sólarhring. Ástæða þess er meðal annars neysla orkudrykkja sem getur leitt til svefntruflana ásamt öðrum kvillum svo sem hjartsláttatruflana, kvíða og líðan þeirra. Unglingar eru mun viðkvæmari fyrir koffíni heldur en fullorðið fólk og er því mikilvægt að við sem foreldrar sem og aðrir nákomnir séum á varðbergi. Samkvæmt annarri rannsókn sem gerð var hér á landi sýndu niðurstöður að þeir unglingar sem sofa 7 klukkustundir eða minna á sólahring drekka fjóra orkudrykki eða meira á dag og að lítill svefn er stór áhættuþáttur á meðal þeirra hvað varðar andlega vanlíðan. Fjóra orkudrykki… á dag! Ég fer í hjartastopp einungis við tilhugsunina.

En hvað er það sem hefur áhrif á að unglingar drekka orkudrykki yfir höfuð? Með komu snjalltækjanna urðu snjallforritin sí fleiri og sí vinsælli. Sem dæmi má nefna Instagram og Snapchat sem við köllum í dag samfélagsmiðla. Á þessum samfélagsmiðlum deila notendur myndum og myndböndum ásamt því að fylgjast með hvað aðrir notendur eru að deila. Á þessum vettvangi eru mörg ef ekki flest ungmenni sem eiga snjalltæki og fylgjast þau með mörgum svokölluðum áhrifavöldum. Áhrifavaldar sjást oft á tíðum vera að miðla upplýsingum um ákveðnar vörur til notenda. Oft á tíðum eru þau að dásama ýmsar vörur sem gætu verið gagnlegar og áhugaverðar. Það sem er þó hvað vinsælast eru orkudrykkir sem margir áhrifavaldar sjá um að auglýsa og mæla með… sem fellur að sjálfsögðu strax í kramið hjá ungmennum alveg eins og eitthvað krem sem þau mældu með í gær. Og svo þegar von er á nýju bragði að þá er spennan gífurleg og biðin endalaus. Unglingar eru oftast ekki komin með fullþroskaðan heila til þess að átta sig almennilega á réttu og röngu hvað þetta varðar og því auðvelt að verða fyrir þessum áhrifum. Ég er 28 ára og verð ennþá auðveldlega fyrir áhrifum áhrifavalda…

Við vitum það flest sjálf að þegar verið er að auglýsa eitthvað og mælt er með því að þá erum við líkleg til að kanna það nánar og sýna því meiri áhuga heldur ef um enga auglýsingu væri að ræða. Áhrifavaldar eru einnig með ýmsa leiki í gangi og oft á tíðum er verið að gefa ekki einungis 1-2 orkudrykki heldur nokkra kassa af þeim og eru þátttakendurnir oftar en ekki unglingar og því mun líklegra að einhver unglingur taki „vinninginn“ frekar en aðrir einstaklingar.

Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar eiga einnig stóran þátt í svefnörðuleikum ungmenna ásamt líðan þeirra og sjálfsmynd. Snjallsíminn er oftast ómissandi hjá einstaklingum og er því með í för hvert sem hann fer allan sólarhringinn. Hægt er að stilla tækin þannig það sé kveikt á tilkynningum fyrir hvern miðil fyrir sig og er þá heldur ólíklegt að missa af einhverju sem má alls ekki bíða. Það þykir því líklegt að snjalltæki þeirra sé „bípandi“ allan sólahringinn og kemur því ekki á óvart að það hafi áhrif á svefn ungmenna (og háða einstaklinga) sem geyma jafnvel símann sinn undir koddanum og vakna svo á nóttunni við hverja tilkynningu sem truflar nánast allan svefninn og því erfiðara að fara í svokallaðan djúpasvefn.

Ef við sláum inn leitarorð á google um eitthvað sem tengist svefni fáum við upp meðal annars ýmsar rannsóknir, lokaverkefni, staðhæfingar fréttamiðla svo eitthvað sé nefnt um mikilvægi svefns og á þetta við bæði á íslensku og ensku.. sennilega öllum öðrum tungumálum líka án þess þó að staðhæfa vegna kunnáttu minnar í þeim tungumálum. Ég tel að rannsóknir af þessu tagi séu sennilega fleiri í dag en áður fyrr meðal annars vegna komu snjalltækjanna, samfélagsmiðlanna og orkudrykkjanna. Slíkar rannsóknir og niðurstöður finnst mér alltaf jafn áhugavert að skoða og því tilvalið að rýna í þetta efni með mín orð.

Zohara Kristín Guðleifardóttir

Er réttlátt að senda sautján ára trans ungmenni úr landi?

Nýlega var fjallað um í fréttunum að vísa ætti hinum 17 ára gamla Maní, ásamt fjölskyldu hans úr landi. Forsaga málsins var sú að fjölskyldan flúði heimaland sitt, Íran, vegna ofsókna, faðirinn hafði kennt japanska hugleiðslu, sem kallast Reiki, og yfirvöld í Íran töldu það vera guðlast og héldu einnig að faðirinn ynni gegn ráðandi stjórnvöldum. Óttaðist fjölskyldan um líf sitt, henni var hótað hrottalegu ofbeldi, fjölskyldufaðirinn var settur í fangelsi þar sem hann var pyntaður og honum, og fjölskyldu hans, hótað lífláti. Lesa meira “Er réttlátt að senda sautján ára trans ungmenni úr landi?”

Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?

Nám til stúdentsprófs var stytt haustið 2015 og var námið stytt úr 4 árum niður í 3 ár. Þegar ég var sjálf í menntaskóla var ekki búið að samþykkja þessa styttingu og átti ég vini sem kláruðu á 3,5 ári og sumir meiri segja á 2,5 ári. Það var þeirra val að klára á styttri tíma en 4 árum. En fyrir suma er nógu erfitt að klára námið á 4 árum. Sumir þurfa líka að vinna með námi og þá er ennþá erfiðara að stunda nám, sinna vinnu, stunda tómstundarstarf og hafa tíma fyrir félagslífið. Einnig spyr maður sig hvaða áhrif styttingin hafi á tómstundarstarf nemendanna? En tómstundarstarf hefur gífurleg áhrif á fólk og sérstaklega unglinga. Lesa meira “Stytting framhaldsskóla – Af hinu góða?”

Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?

Ég var hætt í öllum skipulögðum íþróttum þegar ég byrjaði á unglingastigi í grunnskóla. Ég var þó í ungmennaráði í einhvern tíma og mætti oft í félagsmiðstöðina. Ég tók virkan þátt í félagslífinu, bæði í grunnskólanum og í félagsmiðstöðinni og fannst það mjög skemmtilegt. Það er kannski mikilvægt að ég taki það fram að ég ólst upp út á landi og tala út frá minni reynslu. Lesa meira “Eru einhverjar tómstundir í boði fyrir 16-18 ára ungmenni?”