Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?

Það þekkir engin ungmenni betur heldur en þau sjálf. Það sem ég velti fyrir mér er það hversu mikilvægt það er fyrir ungmenni að taka þátt í tómstundastarfi og vera með fulltrúa sem getur haft áhrif á starfið.

Það er því mikilvægt að mínu mati að ungmenni viti hvað það er mikilvægt að stunda tómstundir. Að því sögðu finnst mér mikilvægt að ungmennum sé kennt um mikilvægi tómstunda og afhverju það sé mikilvægt fyrir þau að taka þátt í starfi félagsmiðstöðva. Ungmenni eru eflaust með það á hreinu að það sé gott og gaman að stunda íþróttir.

Lesa meira “Er mikilvægt fyrir ungmennin að taka þátt í sínu eigin tómstunda- og félagsmálastarfi?”

Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Samvera skipar stóran sess í líf margra ungmenna og skipta vinirnir og önnur ungmenni mestu máli á þessum tíma. Að koma á stað þar sem að hægt er að læra í ró og næði en í leiðinni hægt að koma á sama stað hafa gaman með öðrum ungmennum. Hugmyndin er að bjóða upp á setur, aðstöðu þar sem að ungmenni frá aldrinum 16-25 ára geta nýtt sér á daginn. Að hafa aðstöðuna í samræmi við ungmennahúsið í hverfinu/ bænum, að setrið sé á vegum ungmennahússins og að sömu starfsmenn sjái um starfið bæði á kvöldin og daginn, bæði er það gert til að ungmenni sem að sækja aðstöðuna eru kunnug starfsfólki og eru örugg með sig að mæta á staðinn. Opnunartíminn er frá 10:00- 19:00 alla virka daga, svo er ákveðnir dagar sem að ungmennahúsið er opið á kvöldin. Lesa meira “Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára”

Nýjar áskoranir – Breytt heimsmynd

Frístundastarf er frjáls vettvangur þar sem óformlegt nám á sviði félagslegrar og lýðræðislegrar þátttöku, félagsleg virkni, félagsfærni og þróun sjálfsmyndar fer fram. Með þátttöku í frístundastarfi fá börn tækifæri til að leita þekkingar og efla færni sem þau geta notað seinna í samfélaginu. Í frístundastarfi kemur fjölbreyttur hópur barna með mismunandi uppeldi og uppruna og fá þau að upplifa margbreytilegt samfélag með skýrum römmum sem er mikilvægt fyrir þróun samfélags. Lesa meira “Nýjar áskoranir – Breytt heimsmynd”

Lýðræði og tómstundastarf

Í stuttu máli má segja að lýðræði og lýðræðisleg þátttaka sé hlekkur í að við sjáum eigin hagsmuni falla saman við almannahag. Þátttaka í tómstundastarfi er því ákveðin samfella þess að hafa val og hafa áhrif á framvindu starfs sjálfum sér og öðrum til menntunar og ánægju. Lýðræði í tómstundastarfi og lýðræðisleg þátttaka í starfinu er því mikilvæg því hún er trygging þess að við og aðrir séum gerendur í starfinu en ekki viljalaus verkfæri sem fljótum bara með. Lesa meira “Lýðræði og tómstundastarf”

Jákvæð sálfræði og frístundastarf

Hrefna GuðmundsdóttirÉg átti einu sinni spjall við kennara á grunnskólastigi. Hann barmaði sér yfir því að fyrsta spurning foreldra í foreldraviðtölum væri hvort barn þess ætti vin í bekknum eða ekki. Kennarinn hafði væntingar um að foreldrar hefðu frekar áhuga á hvernig gengi hjá barninu að læra að lesa. Við sem þekkjum frístundastarf skiljum að það eru samskipti sem skipta mestu máli. Að fá að njóta sín, kynnast jafnöldrum, eignast vini og kunningja, að fá að reyna á hæfileika sína og hafa gaman. Lesa meira “Jákvæð sálfræði og frístundastarf”