Aðsetur fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára

Samvera skipar stóran sess í líf margra ungmenna og skipta vinirnir og önnur ungmenni mestu máli á þessum tíma. Að koma á stað þar sem að hægt er að læra í ró og næði en í leiðinni hægt að koma á sama stað hafa gaman með öðrum ungmennum. Hugmyndin er að bjóða upp á setur, aðstöðu þar sem að ungmenni frá aldrinum 16-25 ára geta nýtt sér á daginn. Að hafa aðstöðuna í samræmi við ungmennahúsið í hverfinu/ bænum, að setrið sé á vegum ungmennahússins og að sömu starfsmenn sjái um starfið bæði á kvöldin og daginn, bæði er það gert til að ungmenni sem að sækja aðstöðuna eru kunnug starfsfólki og eru örugg með sig að mæta á staðinn. Opnunartíminn er frá 10:00- 19:00 alla virka daga, svo er ákveðnir dagar sem að ungmennahúsið er opið á kvöldin.

Ástæðan fyrir því að opna aðstöðuna fyrir ungmenni er að bjóða upp á stað þar sem að ungmenni geta nýtt aðstöðu í að vinna í sínu, hvort sem að það er lærdómur, chilla með vinum sínum, að skapa eitthvað, gera tónlist, myndband eða það sem að þeim dettur í hug að nota aðstöðuna í auðvitað innan ákveðinna marka. Einnig bjóða upp á almenna ungmennahús þjónustu, spila pool og borðtennis, horfa á viðburði saman, spjalla við vini eða hitta nýtt fólk.

Persónulega myndi ég hiklaust nýta mér þessa aðstöðu, sérstaklega á þessum tímum sem að eru búnir að vera núna, ungmenni eru að gera allt heiman frá sér, oft einir inni herbergi og getur það verið mjög erfitt og einmannalegt. Ef ég tek dæmi með lærdóm mér finnst mun betra að læra með öðrum einstaklingum sem að eru að læra, ekki það að við þurfum að vera læra í því sama heldur bara að hafa félagskap og stuðning að maður sé ekki einn. Eins og mín reynsla af háskóla hefur verið hingað til þar sem að ég byrjaði í miðjum heimsfaraldri og hef því ekki fengið „eðlilega eða venjulega“ kennslu á háskólanámi þá hjálpar það mikið að vera umkringdur jákvæðu og hressu fólki sem er að gera það sama.

Félagskapurinn er einnig það sem að aðstaðan myndi hafa mikið fyrir því að sjá um, að einstaklingar sem að eru mögulega í litlum eða engum vinahóp geta komið og kynnst nýju fólki, mér finnst þetta ekki alltaf þurfa að gerast bara á kvöldin að ungmenni hittist heldur einnig yfir daginn þegar margt ungt fólk hefur lítið sem ekkert að gera. Ég hugsa alveg til þess að fyrir klukkan 14:00 eða 16:00 væri minni aðsókn þar sem að sum ungmenni eru í skóla eða vinnu á þeim tíma en fyrir það væri kjörinn tími fyrir þá sem að komast á þeim tíma og vilja ekki vera í margmenni en vilja samt hitta fleira fólk til að kynnast að nýta aðstöðuna.

Það eru ekki öll sveitarfélög og minni bæir með almenna aðstöðu sem að fólk getur sótt í eins og á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, auðvitað er hægt að fara á bókasafn eða annarskonar staði en gallinn við þá er að þar er oftast haldið í þögnina svo ekki er mikið verið að spjalla og hafa gaman þar, meira beint að lærdómi en þeir sem að eru til dæmis að læra á netinu núna vegna heimsfaraldur þarf maður oft að taka þátt í umræðum svo þá er ekki hægt að vera að hljóðlátum stað.

Mest af öllu skiptir auðvitað máli að vera með opið hús og huga fyrir alla einstaklinga sem vilja þangað sækja og hafa rýmið jákvætt og uppbyggilegt.

Elísa Eir Ágústsdóttir