Bætt samskipti – Betri heimur

Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir

„Það er miðvikudagskvöld og ég er að labba heim úr félagsmiðstöðinni. Palli og Gummi eru á rúntinum. Þeir stoppa bílinn og bjóða mér far. Ég á ekki langt labb eftir heim, en það er rigning úti svo ég þigg farið. Ég sest aftur í. Gummi kemur strax í aftursætið og segir „Ég ætla að ríða þér!“ Þeir rúnta fáfarinn veg á meðan Gummi gerir akkúrat það, og skila mér svo á sama stað og þeir pikkuðu mig upp. Ég geng heim. Segi engum frá. Ég er 15 ára stúlka.“

 „Það er miðvikudagskvöld og ég er að labba heim úr félagsmiðstöðinni. Fimm strákar elta mig uppi og ráðast á mig. Þeir berja mig og sparka í mig. Kalla mig öllum illum nöfnum. Hlæja. Taka það upp á símana sína og senda á vini sína. Fara svo þegar þeir hafa fengið nóg. Ég geng heim. Segi engum frá. Ég er 15 ára strákur.“ Lesa meira “Bætt samskipti – Betri heimur”

Hvað þarf framtíðin?

Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er quality education eða gæða nám og hef ég mikið velt því fyrir mér í hverju það felst. Mín skoðun er sú að nám sem leggur áherslu á að efla styrkleika og trú einstaklinga á eigin getu til þess að nýta hæfileika sína til hins ítrasta sé gæða nám. En hvernig kennir maður fólki að nýta hæfileika sína til hins ítrasta?

Til að nýta hæfileika sína þarf maður fyrst að komast að því hverjir þeir eru. Þá velti ég því fyrir mér hvað eru hæfileikar? Samkvæmt íslenskri orðabók er það góður eiginleiki, gáfa eða hæfni. Í framhaldi af þessu langar mig til þess að fjalla örstutt um niðurstöður rannsóknar sem ég las um daginn.  Lesa meira “Hvað þarf framtíðin?”

Jákvæð sálfræði og frístundastarf

Hrefna GuðmundsdóttirÉg átti einu sinni spjall við kennara á grunnskólastigi. Hann barmaði sér yfir því að fyrsta spurning foreldra í foreldraviðtölum væri hvort barn þess ætti vin í bekknum eða ekki. Kennarinn hafði væntingar um að foreldrar hefðu frekar áhuga á hvernig gengi hjá barninu að læra að lesa. Við sem þekkjum frístundastarf skiljum að það eru samskipti sem skipta mestu máli. Að fá að njóta sín, kynnast jafnöldrum, eignast vini og kunningja, að fá að reyna á hæfileika sína og hafa gaman. Lesa meira “Jákvæð sálfræði og frístundastarf”