Hvað þarf framtíðin?

Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er quality education eða gæða nám og hef ég mikið velt því fyrir mér í hverju það felst. Mín skoðun er sú að nám sem leggur áherslu á að efla styrkleika og trú einstaklinga á eigin getu til þess að nýta hæfileika sína til hins ítrasta sé gæða nám. En hvernig kennir maður fólki að nýta hæfileika sína til hins ítrasta?

Til að nýta hæfileika sína þarf maður fyrst að komast að því hverjir þeir eru. Þá velti ég því fyrir mér hvað eru hæfileikar? Samkvæmt íslenskri orðabók er það góður eiginleiki, gáfa eða hæfni. Í framhaldi af þessu langar mig til þess að fjalla örstutt um niðurstöður rannsóknar sem ég las um daginn.  Lesa meira “Hvað þarf framtíðin?”