Þreyttir og myglaðir unglingar alla virka daga

Unglingsárin … tíminn sem maður vaknaði eldsnemma í skólann eftir að hafa vakað allt of lengi kvöldið áður. Ég held að margir tengi unglingsárin sín við slíkar minningar, en þá spyr ég hvers vegna er skólatími barna og ungmenna sá sami? Ef maður virkilega veit eitthvað um þroska ungmenna þá meikar það eiginlega ekki sens. Margar rannsóknir í gegnum tíðina hafa skoðað svefnvenjur ungmenna. Þar hefur meðal annars komið í ljós að ungmenni fara allt of seint að sofa, og þá sérstaklega vegna skjánotkunar í nútímasamfélagi. Líkams- og heilaþroski á unglingsárunum virka eftir allt öðrum lögmálum en á öðrum tímabilum lífsins. Þau breytast í hálfgerðar næturuglur þar sem þau sofa, borða og sinna ýmsum athöfnum á allt annan hátt og á öðrum tíma en bæði börn og fullorðnir. Til hvers byrjar hefðbundinn skólatími hjá ungmennum þá klukkan 8:10 í flestum skólum?

Lesa meira “Þreyttir og myglaðir unglingar alla virka daga”

Framhaldsskólalífið

Unglingar sem eru í framhaldsskóla eru misjafnir, það eru ekki allir með sömu áhugamál en þegar gengið er inn um aðaldyr framhaldsskóla eru margir draumar og áhugamál. Þetta er fólk framtíðarinnar og ungt fólk nútímans. Ungmennin eru allavega og er mikilvægt að þau fái að halda áfram að rækta sína hæfileika og vinna að sínum draumum sem jafnvel eru tengdir áhugamálum þeirra. Það er mikilvægt að fullorðið fólk sem vinnur með unglingum jafnt sem foreldrar séu tilbúnir að hlusta á hvað ungmennin hafa að segja og vera til staðar fyrir þau. Sumir unglingar eru meira hlédrægir og aðrir opnir sem bók sem auðveldlega væri hægt að lesa en þegar allt kemur til alls þá er enginn eins sem er frábært. Lesa meira “Framhaldsskólalífið”

Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá

Neysla margs kyns orkudrykkja hefur aukist verulega meðal ungmenna upp á síðkastið. En hvers vegna? Orkudrykkir eru ávanabindandi og algengt er að ungmenni neyti þeirra til þess að ná fram einhverskonar örvandi áhrifum (Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2019), þeir eru sérstaklega vinsælir meðal ungmenna þar sem þeir draga úr einkennum þreytu og virðast bæta einbeitingu (Matvælastofnun, 2020). Unglingum finnst frábært að geta vakað langt fram á nótt, vaknað snemma og látið það ekki hafa nein áhrif á sig, „eða þannig”. Um leið og einstaklingur er orðinn háður finnst honum eins og hann nái ekki að „þrauka” daginn nema að fá sér 1-2 drykki á dag, einfaldlega vegna þess að líkami hans er orðinn háður koffíni. Lesa meira “Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá”

Áhrif snjalltækja og orkudrykkja á svefn ungmenna

Er svefn vanmetinn? Er hann kannski ofmetinn? Hvað er það sem hefur áhrif á svefn ungmenna? Talað er um að íslenskir unglingar eigi að sofa að meðaltali um 8-10 klukkustundir á sólahring en samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi að þá eru þau einungis að sofa að meðaltali um 6 klukkustundir á sólarhring. Ástæða þess er meðal annars neysla orkudrykkja sem getur leitt til svefntruflana ásamt öðrum kvillum svo sem hjartsláttatruflana, kvíða og líðan þeirra. Unglingar eru mun viðkvæmari fyrir koffíni heldur en fullorðið fólk og er því mikilvægt að við sem foreldrar sem og aðrir nákomnir séum á varðbergi. Samkvæmt annarri rannsókn sem gerð var hér á landi sýndu niðurstöður að þeir unglingar sem sofa 7 klukkustundir eða minna á sólahring drekka fjóra orkudrykki eða meira á dag og að lítill svefn er stór áhættuþáttur á meðal þeirra hvað varðar andlega vanlíðan. Fjóra orkudrykki… á dag! Ég fer í hjartastopp einungis við tilhugsunina.

En hvað er það sem hefur áhrif á að unglingar drekka orkudrykki yfir höfuð? Með komu snjalltækjanna urðu snjallforritin sí fleiri og sí vinsælli. Sem dæmi má nefna Instagram og Snapchat sem við köllum í dag samfélagsmiðla. Á þessum samfélagsmiðlum deila notendur myndum og myndböndum ásamt því að fylgjast með hvað aðrir notendur eru að deila. Á þessum vettvangi eru mörg ef ekki flest ungmenni sem eiga snjalltæki og fylgjast þau með mörgum svokölluðum áhrifavöldum. Áhrifavaldar sjást oft á tíðum vera að miðla upplýsingum um ákveðnar vörur til notenda. Oft á tíðum eru þau að dásama ýmsar vörur sem gætu verið gagnlegar og áhugaverðar. Það sem er þó hvað vinsælast eru orkudrykkir sem margir áhrifavaldar sjá um að auglýsa og mæla með… sem fellur að sjálfsögðu strax í kramið hjá ungmennum alveg eins og eitthvað krem sem þau mældu með í gær. Og svo þegar von er á nýju bragði að þá er spennan gífurleg og biðin endalaus. Unglingar eru oftast ekki komin með fullþroskaðan heila til þess að átta sig almennilega á réttu og röngu hvað þetta varðar og því auðvelt að verða fyrir þessum áhrifum. Ég er 28 ára og verð ennþá auðveldlega fyrir áhrifum áhrifavalda…

Við vitum það flest sjálf að þegar verið er að auglýsa eitthvað og mælt er með því að þá erum við líkleg til að kanna það nánar og sýna því meiri áhuga heldur ef um enga auglýsingu væri að ræða. Áhrifavaldar eru einnig með ýmsa leiki í gangi og oft á tíðum er verið að gefa ekki einungis 1-2 orkudrykki heldur nokkra kassa af þeim og eru þátttakendurnir oftar en ekki unglingar og því mun líklegra að einhver unglingur taki „vinninginn“ frekar en aðrir einstaklingar.

Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar eiga einnig stóran þátt í svefnörðuleikum ungmenna ásamt líðan þeirra og sjálfsmynd. Snjallsíminn er oftast ómissandi hjá einstaklingum og er því með í för hvert sem hann fer allan sólarhringinn. Hægt er að stilla tækin þannig það sé kveikt á tilkynningum fyrir hvern miðil fyrir sig og er þá heldur ólíklegt að missa af einhverju sem má alls ekki bíða. Það þykir því líklegt að snjalltæki þeirra sé „bípandi“ allan sólahringinn og kemur því ekki á óvart að það hafi áhrif á svefn ungmenna (og háða einstaklinga) sem geyma jafnvel símann sinn undir koddanum og vakna svo á nóttunni við hverja tilkynningu sem truflar nánast allan svefninn og því erfiðara að fara í svokallaðan djúpasvefn.

Ef við sláum inn leitarorð á google um eitthvað sem tengist svefni fáum við upp meðal annars ýmsar rannsóknir, lokaverkefni, staðhæfingar fréttamiðla svo eitthvað sé nefnt um mikilvægi svefns og á þetta við bæði á íslensku og ensku.. sennilega öllum öðrum tungumálum líka án þess þó að staðhæfa vegna kunnáttu minnar í þeim tungumálum. Ég tel að rannsóknir af þessu tagi séu sennilega fleiri í dag en áður fyrr meðal annars vegna komu snjalltækjanna, samfélagsmiðlanna og orkudrykkjanna. Slíkar rannsóknir og niðurstöður finnst mér alltaf jafn áhugavert að skoða og því tilvalið að rýna í þetta efni með mín orð.

Zohara Kristín Guðleifardóttir

„Allir eru að drekka þetta“

Árið er 2020. Tækni í nútímasamfélagi hefur fleytt fram á síðustu árum en henni hafa fylgt miklar breytingar fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Má þá nefna sem dæmi samfélagsmiðlanotkun og orkudrykkjaneyslu sem getur haft áhrif á líðan og svefnvenjur ungmenna.

Svefn er öllum gríðarlega mikilvægur og er undirstaða margra þátta líkt og heilsu, lundarfars, athygli og vellíðan svo eitthvað sé nefnt. Ef einstaklingar sofa ekki nóg auka þeir líkurnar á hinum ýmsu kvillum, meðal annars þunglyndi, kvíða og vanlíðan ásamt því að þeir eru líklegri til að leita í skyndibita, sælgæti og annað snarl. Lesa meira “„Allir eru að drekka þetta“”

Er síminn að ræna ungmenni svefni?

Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég ásamt 15-16 ára stúlkum í æfingarferð norður til Akureyrar. Ferðin gekk vel á allan hátt og var skemmtileg. Það sem vakti þó athygli mína var að þegar stúlkunum var sagt að nú væri komið að háttatíma að þá snéru sér nokkrar á hliðina og fóru í símann sinn. Ég ákvað að bíða í smá stund og sjá svo til hvort þær myndu leggja hann frá sér stuttu síðar. Svo var ekki. Þess í stað þurfti ég að biðja þær að hætta einnig í símanum. Ein stúlkan brá því á það ráð að fara með símann undir sængina og hélt því að hún gæti haldið áfram iðju sinni þar. Hún vissi ekki að sængin öll ljómaði því hún var með skjábirtu stigið á hæstu stillingu.  Lesa meira “Er síminn að ræna ungmenni svefni?”