Er síminn að ræna ungmenni svefni?

Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég ásamt 15-16 ára stúlkum í æfingarferð norður til Akureyrar. Ferðin gekk vel á allan hátt og var skemmtileg. Það sem vakti þó athygli mína var að þegar stúlkunum var sagt að nú væri komið að háttatíma að þá snéru sér nokkrar á hliðina og fóru í símann sinn. Ég ákvað að bíða í smá stund og sjá svo til hvort þær myndu leggja hann frá sér stuttu síðar. Svo var ekki. Þess í stað þurfti ég að biðja þær að hætta einnig í símanum. Ein stúlkan brá því á það ráð að fara með símann undir sængina og hélt því að hún gæti haldið áfram iðju sinni þar. Hún vissi ekki að sængin öll ljómaði því hún var með skjábirtu stigið á hæstu stillingu.  Lesa meira “Er síminn að ræna ungmenni svefni?”

Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?

Unglingsárin geta verið flóknustu ár ævinnar, miklar breytingar eru á þeim tíma og má þar nefna kynþroskaaldurinn. Á kynþroskaaldrinum verða miklar breytingar á andlega, tilfinninga og félagsþroska okkar. Sjálfsmyndin er mikilvæg á unglingsárum og því er mjög gott að hafa góða sjálfsmynd. Þroskun hennar skiptir miklu máli á unglingsárum og er það eitt helsta verkefni þeirra að þroska og uppgvöta sjálfsmynd sína. Hún hættir aldrei að þroskast, hún getur breyst og þroskast með þeim nýju hlutverkum sem einstaklingurinn tekur sér fyrir hendur, mismunandi aðstæður sem það er í og þær breytingar sem verða á lífi einstaklingsins. Sjálfsmyndin byggist upp í samskiptum og með auknum þroska, meðvitund og félagslegum kröfum (Demo,1992). Lesa meira “Geta uppeldishættir haft áhrif á sjálfsmynd unglinga?”