Hver eru þín mörk?

Þetta er spurning sem allir ættu að kunna svar við. Það ætti að vera skylda að kenna börnum og unglingum að þau eiga rétt á því að setja sín eigin mörk og kenna þeim að vera meðvituð um hvar þeirra mörk liggja.

Það hefur margt breyst frá því ég var unglingur hvað varðar þetta málefni og þegar ég horfi til baka sé ég svo margt sem þótti „í lagi“ á þeim tíma sem í dag þykir fara vel yfir öll mörk. Ég er af kynslóðinni sem var barn þegar tölvur voru að koma inn á hvert heimili og almenningur var að fá internettengingu. Kynslóðinni sem notaði Irc-ið og MSN þegar ég var unglingur. Á sama tíma er ég af þeirri kynslóð unglinga sem vissi ekki hvað var í lagi að fá sent og hvað ekki. Lesa meira “Hver eru þín mörk?”

Tölvuleikir þurfa ekki að vera slæmir

Árið 1962 var fyrsti tölvuleikur heims talinn vera forritaður. Sá leikur var kallaður Spacewar og var frekar einfaldur miðað við það sem við þekkjum í dag. Samt sem áður var þessi leikur spilaður á tölvu sem var á stærð við bíl þar sem að þessi nýja tækni var ekki langt komin. Þarna fór boltinn að rúlla og með árunum sem liðu fóru fleiri slíkir leikir að koma við sögu.

Á níunda áratugnum voru spilakassaleikir orðnir vinsælir og ansi margir en það var árið 1992 sem að leikurinn Wolfstein 3D gjörbreytti leiknum. Þarna var kominn byssuleikur þar sem spilarinn stjórnaði tölvugerðri manneskju í fyrstu persónu og flakkaði um þrívíðann tölvugerðan heim og skaut niður óvini. Tveimur árum seinna kom fyrsta Play-Station tölvan út og er nokkuð víst að flestir á Íslandi viti hvaða tölva það er.

Þetta er ekki löng saga viðamikilla þróunar tölvuleikja og var henni einungis lýst hér í grófum dráttum en þegar horft er á samfélagið okkar í dag og þá sérstaklega á yngstu kynslóðirnar þá er augljóst að þessi þróun tölvuleikja verður hraðari með hverju ári sem líður.

Alveg frá fyrstu árum vinsælla tölvuleikja og komu leikjatölvunnar hefur umræðan um neikvæða þætti tölvuleikja verið hátt á lofti. Það er skiljanlegt að foreldrar, kennarar, þjálfarar, pólitíkusar og fleiri sem koma að þroska og mótun barna í samfélaginu mæli gegn þessu áhugamáli þar sem að sitja við tölvuskjá virðist ekki vera heilbrigt gagnvart líkamlegri og andlegri heilsu barna þegar það kemur í veg fyrir hreyfingu, útiveru, félagsþroska þeirra og jafnvel tíma með fjölskyldunni.

Þessar skoðanir hafa við rök að styðjast enda eru flestir tölvuleikir hannaðir til þess að vera ávanabindandi og tímafrekir en eins og fyrr kom fram hér þá er þróun tölvuleikja mikil og hröð.

Það þarf að endurskoða þessar skoðanir á tölvuleikjum í dag. Með hjálp alnetsins (e. internet) hafa tölvuleikjaframleiðendur tengt saman áhugafólk leikja í öllum heimshornum. Í dag eru vinsælustu tölvuleikirnir þeir sem spilaðir eru með öðrum hvort sem þeir eru vinir, saman í bekk eða jafnvel þekkjast ekki neitt og búa í sitthvorri heimsálfunni. Þetta hefur gefið tölvuleikjum auka eiginleika sem gengur í berhöggi við þær neikvæðu kenningar sem fylgja tölvuleikjaspilun.

Þegar keppt er í þessum leikjum í dag er verið að keppa við aðra spilara og oftar en ekki með öðrum spilurum í liði. Notast er oft við míkrafóna sem tengda eru heyrnatólunum til þess að eiga samskipti við liðsfélagana og mynda plön og bragðvísi til þess að vinna bug á keppinautum sínum.

Hvort sem að þessi samskipti eiga sér stað inni í sama herbergi og liðsfélagarnir eða í öðru horni heimsins þá er samskiptafærni og félagsfærni mikilvægur hlutur sem notast er við.

Alveg eins og með skák tel ég þessháttar tölvuleiki vera hugaríþrótt sem þjálfar rökhugsun og eykur þolinmæði og þrautseigju. Þó svo að skák eigi sér stað augnlits til augnlits þá er samt sem áður ekki mikið meira augnsamband eða samskipti sem á sér stað í þeim leikjum ef horft er á þar sem spilararnir þar sleppa varla augum af borðinu og taka svo stutt handaband þegar leik er lokið.

Ný menning er að myndast í kring um þessa tölvuleiki í heiminum í dag og breiðist hún hratt út þökk sé veraldarvefnum. Þegar yngri kynslóðirnar í dag eru spurðar út í fræga einstaklinga þá tel ég að jafn miklar og jafnvel meiri líkur sé á að þau þekki fræga tölvuleikjaspilara heldur en fræga leikara. Þessir frægu spilarar eru ekki lengur áhugafólk heldur eru þetta atvinnumenn í sínu áhugamáli. Milljónir manna fylgja þeim á samfélagssíðum og horfa á vídjóin þeirra og tugir þúsunda fylgjast með þeim spila tölvuleikina í beinni útsendingu á veraldarvefnum.

Það eru félagslið og landslið í ákveðnum tölvuleikjum sem keppa í sínum tölvuleik víða í heiminum, styrkt af fyrirtækjum, fá mánaðarleg laun og bónusa fyrir velgengni í keppnum, frægð og frama og eru fyrirmyndir krakka og unglinga.

Það er búið að sanna það að tölvuleikjaspilarar hafa framtíð fyrir sér í þessum bransa ef allt gengur upp og smá heppni fylgir þeim. Valur Marvin Pálsson er íslenskur atvinnumaður í tölvuleik og spilar hann fyrir Kanadískt fyrirtæki og er búsettur í Los Angeles. Hann er búinn að sanna það fyrir Íslendingum að þetta er ekki einungis bandarískur draumur heldur greiður möguleiki hvers og eins.

Foreldrar barna sem æfa fótbolta eða handbolta eru dugleg í því að mæta á leiki, skutla þeim á æfingar, kynnast þjálfaranum og foreldrum liðsfélagana og með því sýna þau áhuga á íþróttinni og styðja þau þannig við barnið sitt sem gefur þeim meiri möguleika á velgengni. Afhverju prófar ekkert foreldri að gera það sama fyrir barn sem hefur brennandi áhuga á tölvuleikjum? Bara ef að foreldrar þessa barns sýndi tölvuleiknum áhuga, prófaði að spila hann, fræddi sig um fyrirmyndirnar, kynntist liðsfélögum barnsins og foreldrum þeirra og einfaldlega studdi það við áhugamálið sitt. Hægt er að nýta þennan áhuga í gæða fjölskyldustund ef þess er þörf og umræðu við matarborðið. Þarna er tækifæri fyrir foreldra að fræða barnið sitt um mikilvægi góðra heilsu ef langt á að ná  í tölvuleikjum þar sem að þessir herkænskuleikir byggjast að mörgu leyti upp á að geta hugsað skjótt, verið með fljót viðbrögð og góða rökhugsun. Flestir vita að þessir eiginleikar haldast hönd í hönd við góða líkamlega og andlega heilsu. Tölvuleikir þurfa ekki að hafa neikvæð áhrif á líf barnsins.

Valgeir Þór Jakobsson

Unglingar, netheimar og samskiptaforrit

Einn af þeim grundvallar hlutum sem hafa haft mikil áhrif á mannkynið í gegnum áratuginna er uppfinning tölvunnar og þróun tölvutækninnar. Hvort sem þessi áhrif birtast í daglegu lífi okkar eða sem áhrifavaldur í þróun hátækni lækna vísinda og sem á öðrum rannsóknarsviðum er eitt víst að án hennar gætum við ekki verið í dag. Þökk sé þessari uppfiningu sem Alan Turing gaf okkur og þróun hennar hefur heimurinn ef svo mætti segja orðið hraðari, snjallari og minni fyrir vikið. Lesa meira “Unglingar, netheimar og samskiptaforrit”

Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf

Á tímum snjalltækja og almennrar tölvunotkunar býður nútímasamfélag börnunum okkar upp á stöðugt áreiti. Samfélagsmiðlar eru við hendina allan daginn með aukinni notkun snjallsíma og sum börn eru með tilkynningar á í símanum og kíkja á hann við hverja tilkynningu á facebook. Jafnvel hef ég orðið vör við það að barn var að vakna um miðja nótt til að skoða tilkynningar. Börn eru að miklu leyti hætt að fara út að leika sér og hanga oft ein heima í tölvuleikjum og einu samskiptin við vini eru í gegnum netið, spilandi saman tölvuleiki. Þetta finnst mér ekki góð þróun og finnst mér börnin vera að fara á mis við svo ótal margt sem að myndi auðga líf þeirra svo mikið. Það sem að ég myndi vilja gera til að sporna við þessari þróun er að bæta útikennslu og ævintýrastarfi inn í grunnskólana. Hvað er það sem við gætum kennt í grunnskólunum sem að gæti hjálpað þessari kynslóð að tengjast náttúrunni og sjálfum sér betur? Lesa meira “Útivist – Útikennsla – Ævintýrastarf”

Netið og unglingar

Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út á landi eða erlendis sem er góður ávinningur, hinsvegar getur netið stuðlað að neteinelti því netið er auðveldur vettvangur fyrir ungmenni að koma fram nafnlaust. Lesa meira “Netið og unglingar”

Er síminn að ræna ungmenni svefni?

Fyrir nokkrum vikum síðan fór ég ásamt 15-16 ára stúlkum í æfingarferð norður til Akureyrar. Ferðin gekk vel á allan hátt og var skemmtileg. Það sem vakti þó athygli mína var að þegar stúlkunum var sagt að nú væri komið að háttatíma að þá snéru sér nokkrar á hliðina og fóru í símann sinn. Ég ákvað að bíða í smá stund og sjá svo til hvort þær myndu leggja hann frá sér stuttu síðar. Svo var ekki. Þess í stað þurfti ég að biðja þær að hætta einnig í símanum. Ein stúlkan brá því á það ráð að fara með símann undir sængina og hélt því að hún gæti haldið áfram iðju sinni þar. Hún vissi ekki að sængin öll ljómaði því hún var með skjábirtu stigið á hæstu stillingu.  Lesa meira “Er síminn að ræna ungmenni svefni?”