Unglingar, netheimar og samskiptaforrit

Einn af þeim grundvallar hlutum sem hafa haft mikil áhrif á mannkynið í gegnum áratuginna er uppfinning tölvunnar og þróun tölvutækninnar. Hvort sem þessi áhrif birtast í daglegu lífi okkar eða sem áhrifavaldur í þróun hátækni lækna vísinda og sem á öðrum rannsóknarsviðum er eitt víst að án hennar gætum við ekki verið í dag. Þökk sé þessari uppfiningu sem Alan Turing gaf okkur og þróun hennar hefur heimurinn ef svo mætti segja orðið hraðari, snjallari og minni fyrir vikið.

Þökk sé tölvuni og netinu eru samskipti milli einstaklinga sem eru t.d. í sitthvoru landinu orðinn auðveldari. Í dag eru til ótal samskiptaforrit sem gera einstaklingum kleift að tala saman þrátt fyrir að vera á sitthvorum staðnum í heiminum hvort sem þau nota borðtölvu, fartölvu, spjaldtölvu eða síma. Stór þróun þessara samskiptaforrita eru í formi skriflegra skilaboða þar sem þú t.d. ferð inn á heimasíðu og getur skráð þig inn undir hvaða nafni sem er og síðan farið inn á spjallsvæði og talað við alla þá notendur sem eru inni á þeim tímapunkti.

Hættan við sum þessara forrita er sú að hver sem er getur annað hvort skráð sig inn undir dulnefni eða skráð sig inn sem önnur manneskja og þóst vera sá einstaklingur. Oft í gegnum árinn hafa komið upp atvik þar sem barnaníðingar og aðrir ódæðismenn hafa notfært sér samskiptaforrit og aðra vettvanga netsins til þess að komast í kynni við börn og unglinga sem og reynt að tæla þau til sín. Það á vel við um netið að segja að þetta sé staður þar sem þú getur séð alla og hitt alla. Það að hópur manna sé að misnota sér þessar samskiptaleiðir til þess að komast að börnum og unglingum er því miður ekki ný tilkomin þróun. Hér á árum áður voru þessir menn að rúnta um hverfin að sumri til og reyna að tæla börn og unglinga upp í bíla til sín sem og reyna að eiga við þau samskipti á götum út. Jafnvel álpast inn á skólalóðir til þess að geta náð til þeirra.

En hvernig geta börn og ungmenn forðast þessa einstaklinga í því flókna og krefjandi umhverfi sem netheimar eru og hvernig geta foreldrar passað upp á hvaða einstaklinga börn þeirra og unglingar séu að tala við á netinu? Ekki er hægt að banna börnum og unglingum að notast við netið og spjallrásir. En heldur er netið ekki tímabundin bóla sem svo springur því þessi frábæra uppfinning er kominn til þess að vera. Ein af þeim lausnum sem hægt er að horfa til er að barnið/unglingurinn fái fræðslu í skóla og frá foreldum um örugga og ábyrga notkun þessa samskiptaleiða. T.d. ekki að samþykkja nýja vini á facebook, snapchat, twitter eða instagram nema að unglingurinn hafi hitt eða þekki viðkomandi utan netheima og geti treyst honum/henni.

Unglingar í dag virðast vera meir og meir meðvituð um einkamál sín á netinu. Því ekki bara vita þau hvernig vernda eigi persónulegar upplýsingar gegn t.d. foreldrum sínum. Þau líta einnig á friðhelgi einkalífsins sem ákveðna auðlind sem þau svo geti notað til að stækka út þeirra eigin félagshóp. Einnig finnst mér að foreldrar eigi að hafa rétt á því að fylgjast með hvað barnið sitt er að geta á netinu og t.d. hverja hann/hún tali við og að þau fá fræðslu um þær hættur sem leynast á vefnum og samskiptaforritum. Ekki veit ég hvort þetta sé kennt í grunnskólum í dag en þetta er heimur sem unglingar verða að fá kennslu og fræðslu í að umgangast.

Pálmi Guðlaugsson