Snjalltæki í stað samskipta?

Hver man ekki eftir því að vera að leik á grasfleti um miðjan eftirmiðdag. Með engar áhyggjur af amstri dagsins. Með stigvaxandi hraða nútímasamfélagsins eigum við það til að gleyma þessum stundum og þá töluvert meira en við gerðum áður. Hvað varð um að vera á einum stað og njóta stundarinnar. Mögulega tóku símarnir þessa gullnu tíma frá okkur eða skertu þá að einhverju leiti. Snjallsímar eiga til að stela þessum dýrmætu augnablikum frá okkur. Lesa meira “Snjalltæki í stað samskipta?”

Gullfiska athygli ungmenna

Hvað ert þú búin að vera lengi í símanum í dag? Gerum við okkur raunverulega grein fyrir því hvað þetta litla tæki tekur mikinn tíma af okkar degi og mikinn hluta af okkar athygli. Þetta málefni kann að vera viðkvæmt sökum þess og mögulega viljum við ekki viðurkenna hver svörin eru við þessum spurningum. Ef horft er í staðreyndir og rýnt er í eðli skjánotkunar og möguleg áhrif hennar að þá vaknar spurningin – erum við að stýra símanum eða er síminn að stýra okkur? Auk áhrifa skjánotkunar á einbeitingu og athygli er hér að neðan fjallað um hagnýt viðmið og ráð sem notast má við í að takast á við skjánotkun í daglegu lífi. Lesa meira “Gullfiska athygli ungmenna”

Áhrif snjalltækja og orkudrykkja á svefn ungmenna

Er svefn vanmetinn? Er hann kannski ofmetinn? Hvað er það sem hefur áhrif á svefn ungmenna? Talað er um að íslenskir unglingar eigi að sofa að meðaltali um 8-10 klukkustundir á sólahring en samkvæmt rannsókn sem gerð var hér á landi að þá eru þau einungis að sofa að meðaltali um 6 klukkustundir á sólarhring. Ástæða þess er meðal annars neysla orkudrykkja sem getur leitt til svefntruflana ásamt öðrum kvillum svo sem hjartsláttatruflana, kvíða og líðan þeirra. Unglingar eru mun viðkvæmari fyrir koffíni heldur en fullorðið fólk og er því mikilvægt að við sem foreldrar sem og aðrir nákomnir séum á varðbergi. Samkvæmt annarri rannsókn sem gerð var hér á landi sýndu niðurstöður að þeir unglingar sem sofa 7 klukkustundir eða minna á sólahring drekka fjóra orkudrykki eða meira á dag og að lítill svefn er stór áhættuþáttur á meðal þeirra hvað varðar andlega vanlíðan. Fjóra orkudrykki… á dag! Ég fer í hjartastopp einungis við tilhugsunina.

En hvað er það sem hefur áhrif á að unglingar drekka orkudrykki yfir höfuð? Með komu snjalltækjanna urðu snjallforritin sí fleiri og sí vinsælli. Sem dæmi má nefna Instagram og Snapchat sem við köllum í dag samfélagsmiðla. Á þessum samfélagsmiðlum deila notendur myndum og myndböndum ásamt því að fylgjast með hvað aðrir notendur eru að deila. Á þessum vettvangi eru mörg ef ekki flest ungmenni sem eiga snjalltæki og fylgjast þau með mörgum svokölluðum áhrifavöldum. Áhrifavaldar sjást oft á tíðum vera að miðla upplýsingum um ákveðnar vörur til notenda. Oft á tíðum eru þau að dásama ýmsar vörur sem gætu verið gagnlegar og áhugaverðar. Það sem er þó hvað vinsælast eru orkudrykkir sem margir áhrifavaldar sjá um að auglýsa og mæla með… sem fellur að sjálfsögðu strax í kramið hjá ungmennum alveg eins og eitthvað krem sem þau mældu með í gær. Og svo þegar von er á nýju bragði að þá er spennan gífurleg og biðin endalaus. Unglingar eru oftast ekki komin með fullþroskaðan heila til þess að átta sig almennilega á réttu og röngu hvað þetta varðar og því auðvelt að verða fyrir þessum áhrifum. Ég er 28 ára og verð ennþá auðveldlega fyrir áhrifum áhrifavalda…

Við vitum það flest sjálf að þegar verið er að auglýsa eitthvað og mælt er með því að þá erum við líkleg til að kanna það nánar og sýna því meiri áhuga heldur ef um enga auglýsingu væri að ræða. Áhrifavaldar eru einnig með ýmsa leiki í gangi og oft á tíðum er verið að gefa ekki einungis 1-2 orkudrykki heldur nokkra kassa af þeim og eru þátttakendurnir oftar en ekki unglingar og því mun líklegra að einhver unglingur taki „vinninginn“ frekar en aðrir einstaklingar.

Rannsóknir sýna að samfélagsmiðlar eiga einnig stóran þátt í svefnörðuleikum ungmenna ásamt líðan þeirra og sjálfsmynd. Snjallsíminn er oftast ómissandi hjá einstaklingum og er því með í för hvert sem hann fer allan sólarhringinn. Hægt er að stilla tækin þannig það sé kveikt á tilkynningum fyrir hvern miðil fyrir sig og er þá heldur ólíklegt að missa af einhverju sem má alls ekki bíða. Það þykir því líklegt að snjalltæki þeirra sé „bípandi“ allan sólahringinn og kemur því ekki á óvart að það hafi áhrif á svefn ungmenna (og háða einstaklinga) sem geyma jafnvel símann sinn undir koddanum og vakna svo á nóttunni við hverja tilkynningu sem truflar nánast allan svefninn og því erfiðara að fara í svokallaðan djúpasvefn.

Ef við sláum inn leitarorð á google um eitthvað sem tengist svefni fáum við upp meðal annars ýmsar rannsóknir, lokaverkefni, staðhæfingar fréttamiðla svo eitthvað sé nefnt um mikilvægi svefns og á þetta við bæði á íslensku og ensku.. sennilega öllum öðrum tungumálum líka án þess þó að staðhæfa vegna kunnáttu minnar í þeim tungumálum. Ég tel að rannsóknir af þessu tagi séu sennilega fleiri í dag en áður fyrr meðal annars vegna komu snjalltækjanna, samfélagsmiðlanna og orkudrykkjanna. Slíkar rannsóknir og niðurstöður finnst mér alltaf jafn áhugavert að skoða og því tilvalið að rýna í þetta efni með mín orð.

Zohara Kristín Guðleifardóttir

Afþreyingarleysi í frímínútum

Þegar ég var í Rimaskóla á unglingsaldri árið 2005 til 2008 þá voru frímínútur tími sem ég varði töluvert öðruvísi en ég tel unglinga gera núna í dag árið 2018. Fyrsti dagurinn í 8.bekk var æðislegur af því að þá voru fyrstu frímínúturnar sem ég þurfti ekki að fara út. Goðsagnakennt var það að unglingarnir máttu vera inni í frímínútum en enginn vissi hvað þau voru að gera á meðan við hin þurftum að vera úti að leika okkur. Ég komst fljótt að því að það væri ekki neitt spennandi að fara gerast í frímínútum nema ég og vinur minn myndum láta það gerast sjálfir. Eftir það voru ófáar mínútur sem við vorum að spila með spilastokk sem bókasafnskennarinn lánaði okkur áður en hún fór í kaffi. Lesa meira “Afþreyingarleysi í frímínútum”

Rafrænn útivistartími barna og unglinga

Á okkar tímum fer netnotkun barna og ungmenna ört vaxandi, tæknin er alltaf að verða betri, meiri og fullkomnari og á sama tíma er aðgengið einnig mun auðveldara. Langflest börn og ungmenni á Íslandi í dag hafa aðgang að þessum stafræna heimi, og þess vegna er það algjört grundvallaratriði að fræðsla og reglur í kringum notkun þessara miðla séu til staðar. Það er vissulega hlutverk okkar foreldranna að sjá til þess að börnin okkar séu vel upplýst og þá sérstaklega um hætturnar sem geta fylgt þessum annars ágæta heimi. Í því hraða nútímasamfélagi sem við búum í eru kröfurnar miklar, við þurfum að vinna mikið því það er dýrt að lifa, eiga í sig og á, tómstundastarf kostar sitt og svo mætti lengi telja. Lesa meira “Rafrænn útivistartími barna og unglinga”

Netið og unglingar

Netnotkun og snjallsímanotkun ungmenna er málefni sem alltaf er mikilvægt að ræða um, bæði góðu hliðarnar og slæmu hliðarnar. Þau eru ekki mörg ungmennin hér á landi sem eiga ekki snjallsíma eða snjalltæki og alltaf eru þau að verða yngri og yngri þegar þau eignast þessi tæki. Eins og ég nefni hér að ofan eru bæði slæmar og góðar hliðar á netnotkun. Annarsvegar gerir netið þér kleift að hafa stöðug samskipti við vini og ættingja sem búa til dæmis út á landi eða erlendis sem er góður ávinningur, hinsvegar getur netið stuðlað að neteinelti því netið er auðveldur vettvangur fyrir ungmenni að koma fram nafnlaust. Lesa meira “Netið og unglingar”