Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?

Svefn er eitthvað sem við öll þekkjum og er hann okkur lífsnauðsynjlegur. Svefn er mikilvægur fyrir líkama okkar til að endurnærast og hvílast og undirbúa sig fyrir átök næsta dags. Hann styrkir tauga- og ónæmiskerfi líkamans og heilinn fær hvíld og tíma til að vinna úr hugsunum og tilfinningum okkar. Meðal manneksjan ætti að vera að sofa í um 7 til 9 tíma á hverri nóttu og er lang algengast að fólk sé að fá minni svefn en það. Á unglingsárunum þurfum við meiri svefn, eða á bilinu 8 til 10 tíma af svefni á hverri nóttu og er mjög óalgengt að unglingar sofi svo lengi og er lang algengast að þau sofi allt of lítið. Lesa meira “Hefur skjátími fyrir svefninn áhrif á svefngæði okkar?”

Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá

Neysla margs kyns orkudrykkja hefur aukist verulega meðal ungmenna upp á síðkastið. En hvers vegna? Orkudrykkir eru ávanabindandi og algengt er að ungmenni neyti þeirra til þess að ná fram einhverskonar örvandi áhrifum (Hólmfríður Þorgeirsdóttir, 2019), þeir eru sérstaklega vinsælir meðal ungmenna þar sem þeir draga úr einkennum þreytu og virðast bæta einbeitingu (Matvælastofnun, 2020). Unglingum finnst frábært að geta vakað langt fram á nótt, vaknað snemma og látið það ekki hafa nein áhrif á sig, „eða þannig”. Um leið og einstaklingur er orðinn háður finnst honum eins og hann nái ekki að „þrauka” daginn nema að fá sér 1-2 drykki á dag, einfaldlega vegna þess að líkami hans er orðinn háður koffíni. Lesa meira “Unglingar þurfa að gera sér grein fyrir hve slæmir orkudrykkir eru fyrir þá”