Snjalltæki í stað samskipta?

Hver man ekki eftir því að vera að leik á grasfleti um miðjan eftirmiðdag. Með engar áhyggjur af amstri dagsins. Með stigvaxandi hraða nútímasamfélagsins eigum við það til að gleyma þessum stundum og þá töluvert meira en við gerðum áður. Hvað varð um að vera á einum stað og njóta stundarinnar. Mögulega tóku símarnir þessa gullnu tíma frá okkur eða skertu þá að einhverju leiti. Snjallsímar eiga til að stela þessum dýrmætu augnablikum frá okkur. Lesa meira “Snjalltæki í stað samskipta?”

Hverjum finnst sín kynslóð fögur

Það er auðvelt að líta til baka á æskuárin sín með “nostalgíu”-blik í augunum. Krakkar léku sér úti, enginn átti snjallsíma og allt var einfaldlega miklu betra. Samt er erfitt að benda ná­kvæmlega á hvað það var sem veldur því að manns eigin kynslóð hafi verið á betri stað en þær kynslóðir sem á eftir komu því oft er það þannig að hverjum finnst sinn fugl fagur, eins og sagt er. Ég hef sjálfur oft gerst sekur um að slá fram sleggjudómi í þeim málefnum en þrátt fyrir að æskuárin hafi vissulega verið einfaldari tímar er ekki þar með sagt að þau hafi endilega verið betri því það er vissulega flókið að vera unglingur. Nýjar tilfinningar brjótast Lesa meira “Hverjum finnst sín kynslóð fögur”

„Þegar ég var á þínum aldri …“

ivar orri kristjansÉg, sem starfsmaður í félagsmiðstöð, fæ oft á tíðum að vita hvað er í gangi í lífi unglinga. Oft í gegnum létt spjall yfir borðtennisleik, spil eða annarri afþreyingu. Ég dáist af mörgum þeirra. Þéttsetin dagskrá allan daginn, allt á fullu í íþróttum, tónlist, leiklist, skátastarfi, námskeiðum og auðvitað í skólanum. Þetta er eins og erfitt púsluspil hjá mörgum þeirra.

En ég stend mig stundum að því að í miðju spjalli sé ég mig færan um að henda í „þegar ég var á þínum aldri…“ línuna. Til þess að koma því á framfæri hvernig lífið var þegar ég var á þeirra aldri. Hvernig ég tókst á við hlutina og komst af á unglingsárunum. Allt svo sem gott og blessað með það, en oftar en ekki er það vegna þess að ég kann ekki við margt sem unglingarnir eru að gera og langar að þau breyti til hjá sér. Lesa meira “„Þegar ég var á þínum aldri …“”