Að vera „gamall“ forstöðumaður í félagsmiðstöð

Sigga Lísa er forstöðumaður ElítunnarÁrið 2014 fékk ég starf sem forstöðumaður í félagsmiðstöð þá fertug að aldri. Fyrir það vann ég sem grunnskólakennari en hafði verið viðloðandi félagsmiðstöðvarstarfið í 11 ár bæði sem starfsmaður og sem tengiliður skólans við félagsmiðstöðina. Mér mætti furðulegt viðmót, það upplifði ég frá kollegum mínum í grunnskólanum sem og mörgum öðrum í kringum mig.  Af hverju að fara að vinna í félagsmiðstöð lærður grunnskólakennari? Ertu þá ekki alltaf að vinna á kvöldin? Hvað ertu að gera í vinnunni, spila borðtennis? Svo lítið vissi fólk um þetta starf og mér fannst ég alltaf þurfa að vera að verja þessa ákvörðun mína og starfið mitt. Að vinna sem forstöðumaður í félagsmiðstöð er nefnilega ekki bara það að spila borðtennis þó sannarlega sé það kostur að geta gripið í spaðann með unglingunum og þannig ná góðu spjalli. Lesa meira “Að vera „gamall“ forstöðumaður í félagsmiðstöð”

Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung

Fyrirsögnin segir margt um viðhorf til unglinga árið 1992.

Árlega fara unglingar á Íslandi að ókyrrast í mars byrjun vegna dansleiks sem þau hafa beðið lengi eftir. Þau eru óþreyjufull því senn er biðin á enda. Samféshátíðin er nefnilega handan við hornið en þá koma saman unglingar úr félagsmiðstöðvum hvaðan æva af landinu í allsherjargleði í Laugardalshöll. Samféshátíðin sem í daglegu tali er kölluð Samfestingurinn er haldin á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, en þar spilar ungmennaráð samtakanna stóra rullu. Ungmennaráð Samfés, sem skipað er átján lýðræðislega kjörnum fulltrúum, hefur nefnilega haft veg og vanda að dagskránni undanfarin ár en þau bæði velja plötusnúða og hljómsveitir sem koma fram á Samfestingnum sem og aðstoða við viðburðahaldið. Vægi ungmennaráðsins er alltaf að aukast. Þetta er því viðburður haldin fyrir unglinga af unglingum undir handleiðslu starfsmanna félagsmiðstöðva og Samfés. Sannkölluð uppskeruhátíð fyrir æsku landsins. Lesa meira “Samfestingurinn – Unglingaviðburður í aldarfjórðung”

„Þegar ég var á þínum aldri …“

ivar orri kristjansÉg, sem starfsmaður í félagsmiðstöð, fæ oft á tíðum að vita hvað er í gangi í lífi unglinga. Oft í gegnum létt spjall yfir borðtennisleik, spil eða annarri afþreyingu. Ég dáist af mörgum þeirra. Þéttsetin dagskrá allan daginn, allt á fullu í íþróttum, tónlist, leiklist, skátastarfi, námskeiðum og auðvitað í skólanum. Þetta er eins og erfitt púsluspil hjá mörgum þeirra.

En ég stend mig stundum að því að í miðju spjalli sé ég mig færan um að henda í „þegar ég var á þínum aldri…“ línuna. Til þess að koma því á framfæri hvernig lífið var þegar ég var á þeirra aldri. Hvernig ég tókst á við hlutina og komst af á unglingsárunum. Allt svo sem gott og blessað með það, en oftar en ekki er það vegna þess að ég kann ekki við margt sem unglingarnir eru að gera og langar að þau breyti til hjá sér. Lesa meira “„Þegar ég var á þínum aldri …“”

Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi

alexander harðarsonVið viljum að unglingarnir okkar verði einhvern tíma fullorðin. En erum við að skapa öllum unglingunum okkar sömu tækifæri til að verða fullorðin? Við erum að gera samfélaginu okkar erfitt fyrir með því að skipuleggja frístundastarf fyrir fatlaða unglinga á þann hátt sem við gerum núna.

Fatlaðir unglingar hafa ekki aðgang að nákvæmlega sama frístundastarfi og aðrir unglingar hafa. Dæmi um þetta eru frístundaklúbbar fyrir 10 – 16 ára unglinga sem eru einungis opnir á daginn eftir skóla en ekki líka á kvöldin eins og venjan er með félagsmiðstöðvar. Einnig eru unglingarnir skráðir á ákveðna daga en fá ekki að valsa inn og út eins og þeim hentar. Lesa meira “Einsleitt unglingastarf í margbreytilegu samfélagi”