Kynlíf og unglingar!

Flestir byrja að stunda kynlíf einhvern tíman. Aldurinn á unglingum sem byrja að prófa sig áfram í kynlífi fer alltaf minnkandi og talið er að unglingar séu byrjaðir að stunda kynlíf í kringum 15 ára aldur. Kynlíf er farið að verða sjálfsagðari þáttur hjá unglingum á þessum aldri. Tækni nútímans færir kynlífið heim að dyrum með öllum þessum snjalltækjum, öppum, vefsíðum og stöðugu nútíma áreiti.

Foreldar þurfa að vera meðvitaðri um það sem er að gerast í heiminum í dag og reyna því að tala við börnin sín, kenna þeim hvað sé heilbrigt kynlíf og vera á undan tækninni áður en það er orðið of seint. Ábyrgðarlaust kynlíf er alls ekki hættulaust og því þurfa unglingar kynfræðslu, því kynfræðslan færir þá í átt að ábyrgðarfyllra kynlífi og ábyrgðarfyllri ákvörðunum. Í dag greinist fólk reglulega með kynsjúkdóma og fóstureyðingar orðnar margar. Lesa meira “Kynlíf og unglingar!”

Er æskan að fara til fjandans?

Unglingar mæta oft fordómum í samfélaginu og eru oft litnir hornauga. Ófáum sinnum hefur maður heyrt fullorðið fólk nú til dags segja setningar á borð við: „Unglingar nú til dags gera ekkert annað en að hanga á netinu” eða „Unga fólkið í dag er svo latt og gerir ekki neitt”. Mín uppáhalds setning er þó klárlega: „jæja nú er æskan að fara til fjandans”. Hver hefur ekki heyrt þessa setningu?

Ég er að sjálfsögðu ekki að segja að allt fullorðið fólk líti niður á unglinga, langt því frá en oft finnst mér unglingar hafa ákveðna stimpla á sér og þessir stimplar koma oftast frá fullorðnum. Stimpillinn sem mér finnst mest áberandi er sá að unglingar séu til vandræða og hefur það verið þannig í gegnum tíðina. Nú til dags þá finnst mér umræðan mikið vera í garð áfengis og annarra vímuefna og einnig er netnotkun unglinga mikið í brennideplinum þessa stundina. Lesa meira “Er æskan að fara til fjandans?”

Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?

Þegar ég var unglingur skipti það mestu máli af öllu fyrir mann að passa í hópinn, vera hluti af heildinni, gera eins og hinir, hvort sem um var að ræða stórt eða smátt. Þannig var það og þannig er það sjálfsagt enn, líka þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir sem geta haft áhrif á allt lífið, eins og til dæmis hvenær á að sofa hjá í fyrsta sinn. Stundum velti ég því fyrir mér hvort margir unglingar upplifi það að vilja klára fyrsta skiptið sitt af til þess að falla í hópinn.

Ég pældi ekki mikið í fyrsta skiptinu fyrr en nokkrar stelpur í mínum árgangi voru búnar að sofa hjá í fyrsta skipti. Þá vaknaði auðvitað forvitnin og umræður um hvernig þetta allt væri. Þó að klámvæðingin hafi ekki verið eins mikil þá og hún er nú þá mótaði hún að einhverju leyti hugmyndir um það hvernig þetta átti allt að ganga fyrir sig og hvernig báðar manneskjur áttu að haga sér.

Lesa meira “Fyrsta skiptið – Ánægja eða kvöð?”

Þarf alltaf að vera keppni?

Í gegnum árin fékk ég oft að heyra það hversu frábært það væri fyrir mig sem einstakling að stunda skipulagðar íþróttir. Ávinningurinn var svo mikill, bæði líkamlegur og andlegur, en síðast en ekki síst félagslegur. Að vera í góðu formi var æðislegt, ég var ánægð með sjálfa mig og leið vel. Mínir bestu vinir tóku alltaf vel á móti mér á æfingum, bæði kvölds og morgna. Við stefndum öll að því sama, að vera eins góð í sundi og við mögulega gátum. Það var alltaf svo auðvelt að mæta á æfingar vitandi það að sama hversu erfið æfingin ætti eftir að vera þá væri ég aldrei ein og oftast var nú stutt í brosið og hláturinn.       Lesa meira “Þarf alltaf að vera keppni?”

Bara að einhver hlusti

Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við gerðum. Það sem hjálpaði mér voru foreldrar mínir og skólastjórarnir mínir. Þau hlustuðu á mig og sýndu mér skilning, virtu skoðanir mínar og hikuðu aldrei við að leyfa mér að prófa mig áfram. Það er þeim að þakka að unglingsárin mín voru frábær, að minningarnar mínar, sem eru ótal margar, eru skemmtilegar og þær ylja mér og gleðja mig. Lesa meira “Bara að einhver hlusti”

Íþróttaaðstaða ungs fólks

rakel guðmundsUpplifun úr eigin lífi er kveikjan að áhuga mínum á efninu. Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi, nánar tiltekið Selfossi, þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki góð, en nú í dag er íþróttaaðstaðan þar með þeim betri á landinu (Sveitafélagið Árborg, e.d.). Aðstaðan hefur farið batnandi, bæði vegna stækkunar á bæjarfélaginu og auknum áhuga á íþróttum. Á mínum yngri árum æfði ég bæði fótbolta og fimleika en flestir á mínum aldri voru í fleiri en einni íþrótt. Mikil aðsókn hefur verið í íþróttir á mínum heimaslóðum en með bættri aðstöðu jókst fjöldi þeirra sem stundaði íþróttir. Margir ferðast til dæmis yfir Hellisheiðina til þess að komast í betri aðstöðu í Reykjavík. Það er því mjög mikilvægt að það sé í boði íþróttaaðstaða, í öllum bæjarfélögum, sem nýtist öllum iðkendum sem hafa áhuga á þeim íþróttum sem eru í boði.  Betri aðstaða til íþróttaiðkunar getur aukið aðsókn sem skilar sér síðan til bæjarfélagsins. Lesa meira “Íþróttaaðstaða ungs fólks”