Þegar ég var unglingur fannst mér yfirleitt frekar leiðinlegt að læra. Ég skildi ekki stærðfræði og fannst Snorra-Edda nánast óskiljanleg. Ég ólst upp á Laugarvatni, litlu þorpi út á landi. Æfði körfubolta og frjálsar en íþróttir voru ekki mín sterkasta deild, ég æfði bara til að vera með. Það hefði verið mjög auðvelt fyrir ungling eins og mig að finnast þessi ár erfið og leiðinleg. Ekkert markvisst félagsstarf var í boði nema við myndum sjá um það sjálf, sem við gerðum. Það sem hjálpaði mér voru foreldrar mínir og skólastjórarnir mínir. Þau hlustuðu á mig og sýndu mér skilning, virtu skoðanir mínar og hikuðu aldrei við að leyfa mér að prófa mig áfram. Það er þeim að þakka að unglingsárin mín voru frábær, að minningarnar mínar, sem eru ótal margar, eru skemmtilegar og þær ylja mér og gleðja mig. Lesa meira “Bara að einhver hlusti”
Tag: Unglingar
Íþróttaaðstaða ungs fólks
Upplifun úr eigin lífi er kveikjan að áhuga mínum á efninu. Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi, nánar tiltekið Selfossi, þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki góð, en nú í dag er íþróttaaðstaðan þar með þeim betri á landinu (Sveitafélagið Árborg, e.d.). Aðstaðan hefur farið batnandi, bæði vegna stækkunar á bæjarfélaginu og auknum áhuga á íþróttum. Á mínum yngri árum æfði ég bæði fótbolta og fimleika en flestir á mínum aldri voru í fleiri en einni íþrótt. Mikil aðsókn hefur verið í íþróttir á mínum heimaslóðum en með bættri aðstöðu jókst fjöldi þeirra sem stundaði íþróttir. Margir ferðast til dæmis yfir Hellisheiðina til þess að komast í betri aðstöðu í Reykjavík. Það er því mjög mikilvægt að það sé í boði íþróttaaðstaða, í öllum bæjarfélögum, sem nýtist öllum iðkendum sem hafa áhuga á þeim íþróttum sem eru í boði. Betri aðstaða til íþróttaiðkunar getur aukið aðsókn sem skilar sér síðan til bæjarfélagsins. Lesa meira “Íþróttaaðstaða ungs fólks”
„Þegar ég var á þínum aldri …“
Ég, sem starfsmaður í félagsmiðstöð, fæ oft á tíðum að vita hvað er í gangi í lífi unglinga. Oft í gegnum létt spjall yfir borðtennisleik, spil eða annarri afþreyingu. Ég dáist af mörgum þeirra. Þéttsetin dagskrá allan daginn, allt á fullu í íþróttum, tónlist, leiklist, skátastarfi, námskeiðum og auðvitað í skólanum. Þetta er eins og erfitt púsluspil hjá mörgum þeirra.
En ég stend mig stundum að því að í miðju spjalli sé ég mig færan um að henda í „þegar ég var á þínum aldri…“ línuna. Til þess að koma því á framfæri hvernig lífið var þegar ég var á þeirra aldri. Hvernig ég tókst á við hlutina og komst af á unglingsárunum. Allt svo sem gott og blessað með það, en oftar en ekki er það vegna þess að ég kann ekki við margt sem unglingarnir eru að gera og langar að þau breyti til hjá sér. Lesa meira “„Þegar ég var á þínum aldri …“”
Hæfilegur tími til samveru – Hvernig er hann mældur?
Við lestur á lokaverkefni Huldu Orradóttur um samverutíma unglinga og foreldra komst ég að mikilvægi samverustunda. Á unglingsárunum breytist margt í lífi unglinga, sjálfstæði unglingsins eflist og vinir fara að verða mikilvægir. Þó svo að þessar breytingar eigi sér stað er samband unglinga og foreldra mjög mikilvægt fyrir tilfinningalegt öryggi unglings. Það að foreldrar og unglingar verji tíma saman hefur áhrif á ýmsar ákvarðanir í lífi unglinga. Það eru margar rannsóknir sem sýna fram á mikilvægi þessa tíma. Samverustundir unglinga og foreldra hafa til dæmis jákvæð áhrif á þroska og heilbrigði unglinga. Þeir unglingar sem verja tíma með foreldrum sínum glíma síður við félagsleg og sálræn vandamál og það eru minni líkur á áhættuhegðun hjá þeim unglingum. Samverutíminn getur dregið úr eða jafnvel komið í veg fyrir þau áhrif sem vinir hafa á unglinga og getur þessi tími einnig dregið úr afbrotahegðun. Lesa meira “Hæfilegur tími til samveru – Hvernig er hann mældur?”
Samfestingurinn – Barn síns tíma?
Í dag þekkjum við félagsmiðstöðvar sem stað án áfengis og vímuefna þar sem unglingar geta komið saman í frítíma sínum. Flestar félagsmiðstöðvar eru með opið nokkrum sinnum í viku og bjóða ýmist upp á klúbbastarf, opin hús eða stærri viðburði eins og böll, árshátíðir, leiksýningar og fleira.
Félagsmiðstöðvum var komið á laggirnar í kringum 1955 því fólki varð ljóst að unglingum vantaði eitthvað að gera í frítíma sínum. Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956 og í kjölfar þess Tómstundarheimilið. Næstu árin á eftir spruttu upp félagsmiðstöðvar víðsvegar um landið. Lesa meira “Samfestingurinn – Barn síns tíma?”
Stemmum stigu við þunglyndi unglinga
Þunglyndi unglinga er stórt vandamál í heiminum og er Ísland þar engin undartekning. Miðað við rannsóknir hefur klínískt þunglyndi greinst hjá 20% unglinga fyrir 18 ára aldur. Þessar tölur eru sláandi. En hvað erum við að gera til að stemma stigu við vandanum? Ef unglingur greinist með klínískt þunglyndi er hann helmingi líklegri til að falla aftur í þunglyndi seinna á ævinni. Einnig eru börn foreldra sem hafa greinst með þunglyndi líklegri til að greinast einnig með þunglyndi. En þunglyndi hefur gríðaleg áhrif á einstaklinginn en einkenni hjá unglingum geta verið einangrun, depurð, minnkaður námsárangur, léleg mæting, lélegt sjálfsmat o.fl. Kvíði fylgir yfirleitt þunglyndi. Helmingi fleiri stelpur greinast með þunglyndi á við stráka. Ekki nema 30-40% unglinga með þunglyndiseinkenni leita sér hjálpar. Lesa meira “Stemmum stigu við þunglyndi unglinga”