Íþróttaaðstaða ungs fólks

rakel guðmundsUpplifun úr eigin lífi er kveikjan að áhuga mínum á efninu. Ég kem úr litlu bæjarfélagi út á landi, nánar tiltekið Selfossi, þar sem aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki góð, en nú í dag er íþróttaaðstaðan þar með þeim betri á landinu (Sveitafélagið Árborg, e.d.). Aðstaðan hefur farið batnandi, bæði vegna stækkunar á bæjarfélaginu og auknum áhuga á íþróttum. Á mínum yngri árum æfði ég bæði fótbolta og fimleika en flestir á mínum aldri voru í fleiri en einni íþrótt. Mikil aðsókn hefur verið í íþróttir á mínum heimaslóðum en með bættri aðstöðu jókst fjöldi þeirra sem stundaði íþróttir. Margir ferðast til dæmis yfir Hellisheiðina til þess að komast í betri aðstöðu í Reykjavík. Það er því mjög mikilvægt að það sé í boði íþróttaaðstaða, í öllum bæjarfélögum, sem nýtist öllum iðkendum sem hafa áhuga á þeim íþróttum sem eru í boði.  Betri aðstaða til íþróttaiðkunar getur aukið aðsókn sem skilar sér síðan til bæjarfélagsins. Lesa meira “Íþróttaaðstaða ungs fólks”

2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!

anna liljaKannski er ég með óráði að ganga plankann sjálfviljug að hætta mér inn í umræðuna um getuskiptingu, sérhæfingu, afreksstefnur og fleira en ég held nú samt áfram að ganga með dirfsku og einlægni að vopni. Nú starfa ég sem handknattleiksþjálfari samhliða námi mínu í tómstunda- og félagsmálafræði og hef eftir fremsta megni reynt að sinna því ábyrgðarhlutverki með sæmd og af virðingu. Stúlkurnar sem að ég þjálfa eru í 7.-8. bekk og verð ég að teljast afar heppin að fá að starfa með jafn skemmtilegum, flottum og metnaðarfullum stelpum. Það er hinsvegar fyrir hvert mót þegar komið er að því að tilkynna liðaskiptinguna að mér kemur það til hugar að halda til fjalla, finna mér helli og vera þar um sinn þar til vikan fyrir mót er afstaðin.

Lesa meira “2 bollar hvatning, 1 bolli tækifæri, fyllið upp með leikgleði og hrærið vel!”