Það er mikið sem huga þarf að þegar kemur að unglingum til að þau geti lifað góðu og öruggu lífi. Það er ekkert eitt sem er nóg að hugsa um heldur eru ótal fyrirbyggjandi þættir sem koma að því eins og meðal annars heilsufar, tómstundir og samvera.
Tómstundir er eitthvað sem er mikið rætt um og mikla áhersla lögð á, meðal annars sem forvörn. Unglingar eru almennt farnir að stunda tómstundir meira en áður fyrr út um allt land og á svipuðum tíma þá hefur neysla þeirra á áfengi og reykingar einnig minnkað. Það er viðurkennt að tómstundir séu fyrirbyggjandi leið og er því mikil áherlsa lögð á tómstundir unglinga en einnig er talað um að samvera fjölskyldu sé mjög fyrirbyggjandi þáttur. Lesa meira “Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?”