Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?

Það er mikið sem huga þarf að þegar kemur að unglingum til að þau geti lifað góðu og öruggu lífi. Það er ekkert eitt sem er nóg að hugsa um heldur eru ótal fyrirbyggjandi þættir sem koma að því eins og meðal annars heilsufar, tómstundir og samvera.

Tómstundir er eitthvað sem er mikið rætt um og mikla áhersla lögð á, meðal annars sem forvörn. Unglingar eru almennt farnir að stunda tómstundir meira en áður fyrr út um allt land og á svipuðum tíma þá hefur neysla þeirra á áfengi og reykingar einnig minnkað. Það er viðurkennt að tómstundir séu fyrirbyggjandi leið og er því mikil áherlsa lögð á tómstundir unglinga en einnig er talað um að samvera fjölskyldu sé mjög fyrirbyggjandi þáttur. Lesa meira “Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?”

Unglingar úti á landi, gleymast þeir?

Undafarin ár hafa málefni unglinga brunnið mikið á mér, þá ekki síst unglinga sem búa á landsbyggðinni sem eiga erfitt með að sækja tómstundir eða félagsmiðstöðvar vegna vegalengdar. Alveg frá því að ég náði þeim aldri að geta farið í félagsmiðstöðvar hefur mér oft á tíðum fundist landsbyggðin gleymast. Á mínum grunnskólaárum var Reykjavík oftar en ekki miðpunktur viðburða eða þá stærstu þéttbýliskjarnar Íslands, svo sem Akureyri, Egilsstaðir, Selfoss og oft á tíðum Vestmannaeyjar. Eftir að ég hóf nám við tómstunda – og félagsmálafræði við Háskóla Íslands þykir mér við ennþá vera að spóla í sömu förunum hvað varðar þessi mál. Ég er alls ekki að setja út á kennara eða kennslu innan veggja Háskólans, heldur held ég að pottur sé brotinn innan Menntamálaráðuneytisins og þeirra aðila sem að sjá um mál unglinga og menntun almennings hér á landi. Lesa meira “Unglingar úti á landi, gleymast þeir?”

Hvað er tómstund?

Hvað er tómstund? Hvað merkir orðið tómstund? Samkvæmt Snöru er orðið „tómstund“ skilgreint sem „frístund, stund eða tími þegar ekki þarf að gegna skyldustörfum“. Vanda Sigurgeirsdóttir skrifaði líklegast fyrstu greinina um hugtakið tómstundir á íslensku árið 2010. Þar segir hún frá fimm skilgreiningum á hugtakinu tómstundir. Sú fyrsta er tómstundir sem tími þar sem litið er á tómstundir sem iðkun sem gerð er utan vinnutíma og er eitthvað sem veitir einstaklingnum ánægju. Síðan er það tómstundir sem athöfn eða starfsemi, þar er litið á tómstundir sem röð athafna eða starfsemi sem einstaklingur velur að gera í frítíma sínum. Því næst er það tómstundir sem gæði. Þar er litið á tómstundir sem gæðastund sem veitir einstaklingnum vellíðan og er andstæða vinnu. Fjórða nálgunin er svo tómstundir sem viðhorf þar sem einstaklingurinn ákveður sjálfur sína eigin skilgreiningu á tómstundum. Loks eru það svo tómstundir sem hlutverk. Sú nálgun einblínir á hvernig tómstundir eru notaðar, með áherslu á innihald og félagslegar afleiðingar. Lesa meira “Hvað er tómstund?”

Viðurkenning fyrirmyndarverkefna

Það var glatt á hjalla í Ungmennahúsinu Molanum í Kópavogi fimmtudaginn 2. nóvember þegar þrír nýútskrifaðir tómstunda- og félagsmálafræðingar tóku við viðurkenningu frá formönnum Félagi fagfólks í frítímaþjónustu (FFF) og Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) fyrir lokaverkefni sín til BA-prófs í tómstunda- og félagsmálafræði árið 2017. Félögin buðu að því tilefni til hádegisverðar þar sem gestir fengu súpu og brauð og þau sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni kynntu verkefni sín við ánægju viðstaddra.

Lesa meira “Viðurkenning fyrirmyndarverkefna”

Heimanám sem yfirtekur frítíma

Fyrir nokkrum árum var ég sem skátaforingi að leita að verkefnum til að gera með skátunum. Þemað í verkefninu var réttindi barna svo ég skoðaði vefsíðu umboðsmanns barna í leit að einhverjum skemmtilegum upplýsingum. Ég tók eftir að á síðunni er dálkur sem er tileinkaður börnum og unglingum og þar inni er sérstök spurt og svarað síða. Þegar ég renndi yfir spurningarnar sá ég spurningu frá 14 ára stúlku. ,,Hvað á maður að gera ef allur bekkurinn finnst að það sé of mikill lærdómur í skólanum og eftir skóla þarf maður að læra meira og maður vill minna heimanám”? Ég hneykslaðist yfir þessarri spurningu því stelpan var í grunnskóla og þar var sko ekkert heimanám miðað við menntaskóla. Ég hugsaði: „Bíddu bara þar til þú kemur í menntaskóla, þar er nefnilega svo miklu meira heimanám úr miklu þyngra efni“. Lesa meira “Heimanám sem yfirtekur frítíma”

Tómstundir háðar fjárhag

Margir krakkar vilja stunda tómstundir og flest allir foreldrar vilja að börnin sín stundi tómstundir af einhverju tagi. En því miður eru dæmi um það í þjóðfélaginu í dag að það er ekki möguleiki fyrir barn að stunda einhverja tómstund eða þurfa aðvelja sér bara eina tómstund til þess að iðka. Fjölskyldur sem eru stórar eða með nokkur börn hafa margar hverjar ekki efni á að senda öll börnin sín í tómstundir eða geta bara leyft þeim að velja eina tómstund til þess að iðka. En afhverju ? Svarið er að þær eru svo dýrar. Lesa meira “Tómstundir háðar fjárhag”