Ertu að skemma á þér húðina?

Þegar fólk kemst á unglingsaldur er mikilvægt að hugsa vel um húðina. Þó er ekki sama hvernig er hugsað um húðina eða hvaða efni og snyrtivörur eru notaðar. Sífellt meira hefur borið á því á undanförnum árum að unglingar, og þá helst stelpur, séu að nota virkar húðvörur sem ætlaðar eru fullorðinni húð eða jafnvel húð eldra fólks og vinna gegn öldrun húðarinnar. Slíkar húðvörur eru ekki ætlaðar fyrir notkun á húð ungmenna og geta jafnvel valdið varanlegum skaða. Lesa meira “Ertu að skemma á þér húðina?”

Hvaða áhrif hefur útivera á heilbrigði unglinga?

Hversu mikilvægt er fyrir unglinga að eyða tíma utandyra? Er einhver munur fyrir þau að eyða tíma sínum inni eða úti? Athafnir og lífstíll unglinga hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu þeirra og skiptir því máli hvað þau velja sér að gera í frítíma sínum. Það er einföld tilbreyting á hversdagsleika unglinga að stunda útiveru og getur hún skipt sköpum fyrir heilsu þeirra. En eru þau að eyða nógu miklum tíma í útiveruna til þess að njóta góðs af eiginleikum hennar? Lesa meira “Hvaða áhrif hefur útivera á heilbrigði unglinga?”

Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?

Unglingsárin eru mikilvægur tími í lífi hvers einstaklings og á þeim tíma skiptir máli fyrir félagsstöðu viðkomandi að tilheyra hópi. Á þessum árum er mikið að gerast hjá hverjum og einum bæði hvað varðar líkamlegan þroska og andlegan og því er gott að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á líðan og þar sem einstaklingur getur verið hann sjálfur.

Mikil vitundavakning hefur orðið í samfélaginu hvað varðar heilbrigðan lífsstíl og er meirihluti unglinga í dag sem taka þátt í íþróttastarfi og/eða tómstundum af einhverju tagi. Unglingar eru orðnir mun upplýstari en áður um það hvað heilbrigður lífsstíll felur í sér en það er ekki einungis hreyfingin sem skiptir máli heldur einnig hollt og gott mataræði. Aðgengi að efni tengdu heilbrigðum matarvenjum er orðið mun aðgengilegra en áður og því auðveldara fyrir einstaklinga að afla sér upplýsinga. Lesa meira “Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?”

Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?

Það er mikið sem huga þarf að þegar kemur að unglingum til að þau geti lifað góðu og öruggu lífi. Það er ekkert eitt sem er nóg að hugsa um heldur eru ótal fyrirbyggjandi þættir sem koma að því eins og meðal annars heilsufar, tómstundir og samvera.

Tómstundir er eitthvað sem er mikið rætt um og mikla áhersla lögð á, meðal annars sem forvörn. Unglingar eru almennt farnir að stunda tómstundir meira en áður fyrr út um allt land og á svipuðum tíma þá hefur neysla þeirra á áfengi og reykingar einnig minnkað. Það er viðurkennt að tómstundir séu fyrirbyggjandi leið og er því mikil áherlsa lögð á tómstundir unglinga en einnig er talað um að samvera fjölskyldu sé mjög fyrirbyggjandi þáttur. Lesa meira “Hvað þurfa unglingar til að lifa góðu og heilbrigðu lífi?”