Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?

Unglingsárin eru mikilvægur tími í lífi hvers einstaklings og á þeim tíma skiptir máli fyrir félagsstöðu viðkomandi að tilheyra hópi. Á þessum árum er mikið að gerast hjá hverjum og einum bæði hvað varðar líkamlegan þroska og andlegan og því er gott að umgangast fólk sem hefur góð áhrif á líðan og þar sem einstaklingur getur verið hann sjálfur.

Mikil vitundavakning hefur orðið í samfélaginu hvað varðar heilbrigðan lífsstíl og er meirihluti unglinga í dag sem taka þátt í íþróttastarfi og/eða tómstundum af einhverju tagi. Unglingar eru orðnir mun upplýstari en áður um það hvað heilbrigður lífsstíll felur í sér en það er ekki einungis hreyfingin sem skiptir máli heldur einnig hollt og gott mataræði. Aðgengi að efni tengdu heilbrigðum matarvenjum er orðið mun aðgengilegra en áður og því auðveldara fyrir einstaklinga að afla sér upplýsinga. Lesa meira “Hafa íþróttir góð áhrif á líðan unglinga?”

Heilbrigði – Misvísandi skilaboð

rakel yrÉg held að í dag sé mjög flókið að vera unglingur. Afhverju segi ég þetta? Jú, það hefur kannski alltaf verið flókið að vera unglingur, en í dag er svo margt sem flækir þetta aldurskeið. Flækjan kemur úr öllum áttum, en nýja flækjan kemur úr samfélagsmiðlum og það er ekkert að fara að leysast úr henni á næstunni. Skilaboðin sem unglingar fá nú til dags koma allstaðar að og geta sett mikla pressu á okkar elsku unglinga. Nú vil ég fjalla um pressu þegar það kemur að hreyfingu, matarræði, útliti og heilbrigði. Stundum er þessum hugtökum blandað saman í einn graut og er potað í hann úr öllum áttum sem ruglar allsvakalega í okkar unglingum, sem og fullorðnu fólki. Lesa meira “Heilbrigði – Misvísandi skilaboð”